Nýjar fréttir eru neðar á síðunni en samstarfsaðilar Álftaness eru:

•17 október, 2008 • Færðu inn athugasemd

Nýtt tímabil framundan

•12 apríl, 2014 • Færðu inn athugasemd

Eftir langa bið eftir nýrri færslu á síðunni er vert að geta þess að stutt er í nýtt tímabil. Margt jákvætt hefur átt sér stað í herbúðum Álftaness. Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Markús Vilhjálmsson, Arnar Hólm Einarsson og Bragi Kristinsson hafa allir snúið aftur eftir dvöl hjá öðrum liðum og fögnum við þeim breytingum, þá fengum við einnig ungan strák, Arnar Bjarnason frá FH.

Örn Ottesen og Erlendur Sveinsson sem hafa fá tækifæri fengið á undanförnum árum hafa yfirgefið liðið til að fá meiri spil tíma. Þá hefur Gissur Hrafn Gíslason þurft að leggja skónna á hilluna eftir slæmt vinnuslys sem hann varð fyrir á síðasta ári. Oddur Björnsson sem stóð í marki liðsins á seinasta tímabili er fluttur til Noregs.

Liðið hefur leikið fjóra leiki í deildarbikar KSÍ það sem af er þessu ári og sigrað þá alla og eru komnir í undanúrslit c deildarinnar þar sem andstæðingarnir verða lið Víðismanna.

Að duga eða drepast ,leikur gegn Berserkjum

•17 ágúst, 2011 • Færðu inn athugasemd

Það verður svo sannarlega lagt allt undir þegar Álftnesingar þurfa að sækja Berserki heim á Víkingsvöll á föstudaginn kemur kl 1900. Berserkir vilja kalla heimavöll sinn gervigrasið hjá Víkingsvellinum, Berserkjahraun en við vitum að það stenst engan veginn enda keyrðum við framhjá stað sem heitir Berserkjahraun þegar við kepptum við Grundarfjörð.

Staðan er svo sannarlega erfið við erum með 28 stig í 3.sæti riðilsins en Berserkir eru með 30 stig og nægir því jafntefli í leiknum. Við þurfum því svo sannarlega að taka áhættu og leggja alla spilapeningana undir og vona að réttu spilin komi í borð til að við náum að innbyrgða sigur og tryggja okkur í úrslitakeppnina.

Eins og menn muna þá fór fyrri leikur liðanna 4-2 fyrir Berserkjum á Forsetavellinum þar sem við hefðum getað jafnað í 3-3 þegar 5 mínútur voru eftir en Berserkir náðu að koma inn marki á lokasekundunum.  Það eru smá forföll á okkar liði gegn Berserkjum en bræðurnir Arnór Björnsson og Þórhallur Björnsson taka báðir út leikbann, Arnór vegna 4 gula spjalda en Þórhallur vegna 6 gulra spjalda. Þá er Arnar Hólm Einarsson farinn út til náms og Elfar Smári Sverrisson er einnig erlendis. Þá er óvíst með þátttöku Magnúsar Ársælssonar sem hefur verið frá vegna ökklameiðsla.

Strákarnir eru samt svo sannarlega tilbúnir í leikinn og ætla að gefa allt í leikinn og vonumst við eftir stuðningi allra Álftnesinga á Víkingsvellinum á föstudag. Við skorum á trommusveitin Klemenz til að mæta og styðjum okkar menn til sigurs. Við nauðsynlega þurfum á öllum stuðningsmönnum að halda og munar um hvern og einn. ´

Föstudagurinn 18.Ágúst   Kl:19:00 á Víkingsvelli

Berserkir – Álftanes

ÁFRAM ÁLFTANES!!!! 

Erfið staða en ekki vonlaus

•14 ágúst, 2011 • Færðu inn athugasemd

Álftanes mætti í gær liði Grundarfjarðar sem var stigi á undan okkur á toppnum. Það var því von á hörkuleik fyrirfram en við vorum eina liðið sem hafði lagt þá af velli í sumar.

Flest allir kunnast við fótboltaleikinn Football manager og hafa flestir okkar spilað hann. Það sem mér fannst alltaf mest pirrandi við þann leik þegar maður var kannski að stýra liði Manchester eða Newcastle og átti bikarleik við lið eins og Plymouth eða álíka slakt lið og maður tapaði. Þá fór maður að skoða tölfræði leiksins sem var ca 80% með boltann, 20 skot þar af 15 sem hittu markið á meðan andstæðingarnir áttu eitt skot og það hitti á markið og leikurinn tapaðist 1-0 og markvörður þeirra maður leiksins. Þá hugsaði maður oft, þetta gerist ekkert í alvörunni.

Well það gerðist í alvörunni í gær þegar við spiluðum við Grundarfjörð. Leikurinn var svona frekar jafn til að byrja með en um miðjan hálfleikinn komust þeir yfir með marki sem Markús missti klaufalega inn og hefði líklega átt að gera betur. Við þetta gekk leikplan andstæðinganna upp, að skora og pakka svo í vörn. Með 10 manna varnarlínu og einn framherja sóttum við látlaust allan leikinn og fengum fullt af dauðafærum sem á einhvenr ótrúlegan hátt nýttust ekki. Þá var markvörður þeirra sem er líklega einn af þeim betri í 3.deildinni að verja eins og berserkur.

Þeir náðu svo að fá eina sókn í uppbótartíma og bæta við marki sem var afskaplega klaufalegt líka. Þetta þýðir að við duttum niður í þriðja sætið fyrir seinasta leikinn. Það er kannski lán í óláni að við mætum Berserkjum og með sigri getum við komist uppí 2.sætið og því allt ennþá í okkar höndum. Það er samt ljóst að okkar bíður verulega erfitt verkefni í næsta leik þar sem Berserkir eru með gríðarlega sterkt lið.

Ef við náum að vinna leikinn þá eru 4 möguleg lið sem við gætum mætt sem vinnur B-riðillinn þau eru Léttir sem eru best staddir, KFR, KV eða Ýmir en öll liðin geta ennþá unnið riðilinn. Við verðum hinsvegar að vinna okkar leik til að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Tap eða jafntefli þýðir að við erum úr leik og dettum líklega niður í 4.sætið fyrir vikið.

Leikur við Grundarfjörð: Oft er þörf en nú er nauðsyn

•11 ágúst, 2011 • Færðu inn athugasemd
Álftanes mætir á laugardag kl 14:00 Grundarfjarðar sem hefur komið liða mest á óvart í þriðju deildinni.
Þrátt fyrir að vera aðeins stigi á eftir liði Grundarfjarðar í öðru sæti þá erum við í gríðarlega 
erfiðri stöðu þegar tveir leikir eru eftir. Álftanes verður að ná í að minnsta kosti fjögur stig til 
að komast í úrslitakeppnina og sama hvernig leikur dagsins fer þá verður hreinn úrslitaleikur milli 
Álftaness og Berserkja í lokaumferðinni.
Vinni okkar menn Grundfirðinga nægir jafntefli gegn Berserkjum í lokaleiknum. Það verður að teljast
 frekar óvenjulegt en það eru mikið mun minni líkur á að lenda í 2.sæti riðilsins heldur í því fyrsta.
 Það mundi aðeins gerast ef Álftanes tapar fyrir Grundarfirði og vinnur Berserki. Á sama tíma og
 þessi leikur eiga Berserkir leik við Afríku sem fyrirfram ætti að vera gefin 3 stig fyrir þá.
 Sú óvenjulega staða gæti nefninlega komið upp að Álftanes mundi ná í 31 stig í riðlinum og
 samt ekki komist í úrslitakeppni sem yrði líklega met. Seinustu tvö ár hafa Álftnesingar 
fengið 28 stig og náð 2.sætinu. Til að mynda í b-riðli nægir 29 stig til að tryggja sæti í
 úrslitakeppnina. Það má því búast við hörkuleik. Blóð svita og tár. Við hvetjum alla
 til að mæta á úrslitaleikinn við Berserki föstudaginn 19.ágúst á víkingsvelli.

Auðveldur sigur gegn Afríku

•7 ágúst, 2011 • Færðu inn athugasemd

Við unnum auðveldan sigur á leikmönnum Afríku á föstudaginn var og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu. Ingó kom okkur yfir með sínu fjórða marki í sumar já ég endurtek sínu fjórða marki sem er frábær árangur hjá varnarmanni. Eftir markið vorum við að spila mjög illa og í raun og veru heppnir að spila ekki við sterkara lið en þetta. Við náðum ekki að bæta við marki fyrr en á 43.mínútu þegar markamaskínan Andri Janusson fór svo illa með markvörð Afríku að skórnir hans voru eftir í grasinu.  Staðan í hálfleik aðeins 2-0 en það var bara byrjunin á því sem eftir átti að koma.

Síðari hálfleikurinn var svo einstefna að marki Afríku og hefðu mörkin getað orðið mikið fleiri. Andri bætti við marki snemma áður en Arnór og Maggi bættu við mörkum. Kristján nokkur Lýðsson kom af bekknum og lofaði tveim mörkum og það fyrr kom aðeins tveim mínútum eftir að hann kom inná. Þá átti Maggi frábæra sendingu innfyrir og Kristján chippaði snyrtilega yfir markvörðinn virkilega vel klárað hjá Kristjáni sem var að skora sitt annað mark í sumar í aðeins 4 leikjum. Hann skoraði svo aftur á 88.mínútu áður en Guðbjörn bætti við því áttunda.

Afríkumenn skyggðu algjörlega á sigur okkar með ljótu atviki þegar leikmaður þeirra kastaði steini að aðstoðardómara leiksins og annar leikmaður kallaði yfir hópinn, „discusting society“.

Nokkrar aðrar fleygar setningar heyrðust sem gaman var að heyra. ,,Halltu áfram hendi er ekki með í þessum leik“   „Kick somebody“ „Mark your man brother, please“  , “ kurva deminrevski sofia hopnikorska“ , „Baba you my brother and i love you“   Anyway framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir og verðum við að ná að minnsta kosti fjórum stigum til að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Einbeitingin verður að vera fullkomin.  Áfram Álftanes

Leikur við Afríku á morgun

•4 ágúst, 2011 • Færðu inn athugasemd

Kl. 19:00 á morgun föstudaginn 5.ágúst hefst leikur Álftaness og Afríku United. Leikurinn ef afskaplega mikilvægur fyrir okkar menn og verðum við að sigra ætlum við okkur í úrslitakeppnina. Fyrirfram mætti búast við auðveldum leik enda Afríka einungis með eitt stig fyrir leikinn en Afríkumenn eru sýnd veiði en ekki gefin. Á morgun verðum við án tveggja lykilmanna. Sigurður Brynjólfsson fyrirliði tekur út leikbann á meðan Þórhallur Björnsson á við smávægileg meiðsli að stríða og er hvíldur. Þá mun Arnar Hólm Einarsson væntanlega spila kveðjuleik sinn í sumar þar sem hann er að halda utan til Ameríku í nám.

Fyrri leikur liðanna endaði með 6-1 sigri okkar manna þar sem Andri Janusson skoraði tvö mörk en Magnús Ársælsson, Guðbjörn Sæmundsson, Kristján Lýðsson og Arnþór Sigurðsson skoruðu sitt markið hver. Ég vil minna aftur á breyttan leiktíma þ.e. kl: 19:00 í stað 20:00 eins og er venjulega. Fyrir þá sem hafa áhuga á liði Afríku þá geta þeir kynnt sér heimildarmynd Ólafs Jóhannessonar um lið Afríku United en finna má hana t.d. á skjábíó og öllum betri mynbandaleigum bæjarins.

Kv. Bö

Súrt jafntefli gegn Birninum

•26 júlí, 2011 • Færðu inn athugasemd

Álftanes lék í kvöld við spræka Bjarnarstráka í Grafarvoginum í kvöld. Leikurinn átti að fara fram á gervigrasvellinum fyrir utan Egilshöll en með góðfúslegu leyfi húsvarðar Egilshallar fór leikurinn fram innandyra vegna vonskuveðurs.

Fyrri hálfleikurinn var hrein hörmumg og með því verra sem við höfum sýnt í sumar. Menn áttu erfitt með að átta sig á gervigrasinu sem var þurrt og boltinn flaut því illa. Bjarnarmenn byrjuðu á því að pressa og fengu ágætisfæri og máttum við prísa okkur sæla að Markús var vel á verðinum í markinu. Þá var alltof langt milli varnar og miðju og miðju og sóknar og náðum við ekki að skapa okkur eitt einasta færi í fyrri hálfleik á meðan Bjarnarstrákarnir léku sér að okkar mönnum.

Um miðjan hálfleikinn skoruðu þeir fyrsta mark leiksins eftir herfileg mistök í vörn okkar. Þórhallur átti þá slaka sendingu til baka sem sóknarmaður þeirra komst inní og lagði boltann innfyrir á annan sem skoraði örugglega framhjá Markúsi í markinu. Við vorum svo stálheppnir að fá ekki annað mark á okkur undir lok hálfleiksins.

Seinni hálfleikurinn var hinsvegar mikið mun betri og stjórnuðum við leiknum allan hálfleikinn. Við áttum samt sem áður erfitt með að skapa okkur færi og áttum nokkur skot sem markvörður þeirra varði vel. Birkir og Arnar Hólm komu inná í seinni hálfleiknum og lagaðist allt spil við það. Boltinn fékk að fljóta betur út á kanntana og skapaði það mikla hættu. Við uppskárum jöfnunarmark á 75.mínútu þegar Maggi stakk sér bakvið bakvörðinn eftir flotta sendingu og lagði boltann framhjá markverðinum og jafnaði leikinn.

Síðustu mínúturnar pressuðum við stíft og hefðum hæglega getað stolið stigunum. Birkir átti þrumuskot sem markvörðurinn náði að verja glæsilega og þá átti Pétur hörkuskot af 25 metra færi sem markvörður þeirra rétt náði að verja í horn. Lokatölur urðu hinsvegar 1-1 og því miður ekki úrslitin sem við óskuðum eftir. Seinni hálfleikurinn var þó mikið mun betri. Þetta er ennþá í okkar höndum og verðum við nauðsynlega að klára þrjá seinustu leiki okkar til að komast í úrslitakeppnina. Það er því við ramman reip að draga.

Liðið: Markús – Pétur Örn, Siggi Bryn (f), Ingólfur Örn, Siggi Bald (Birkir 55) – Arnþór, Þórhallur (Arnar Hólm 45), Guðbjörn, Arnór – Maggi Ársæls (Ronni 85′), Andri Jan.   Ónotaðir varamenn: Gissur, Ari Leifur

Skyldusigur á Sköllum

•24 júlí, 2011 • Færðu inn athugasemd

Við unnum á föstudagskvöldið skyldusigur á liði Skallagríms sem mætti fáliðað á Álftanesið og náðum við að klára leikinn á fyrstu þrettán mínútunum. Andri skoraði stórglæsilegt mark á 2.mínútu þegar Dói átti frábæra sendingu frá hægri, Andri stakk sér innfyrir og lyfti boltanum yfir markvörðinn mjög snyrtilega gert.

Fjórum mínútum síðar bætti Maggi við marki aftur eftir fyrirgjöf frá Dóa og Maggi tók boltann viðstöðulaust og negldi boltanum í netið. Virkilega vel gert. Andri skoraði svo þriðja markið þegar hann stakk varnarmennina af eftir sendingu frá vörninni. Eftir þetta var lítið um tilþrif í leiknum og Guðbjörn skoraði svo fjórða markið í seinni hálfleik. Fátt sem ég nenni að skrifa meira um þennan leik nema við attum að skora mikið fleiri mörk.

Lélegt gegn Kára. Slegið á létta strengi í stað umfjöllunar

•19 júlí, 2011 • Færðu inn athugasemd

Ég ætla lítið að mæla um leik okkar við Kára. Það stutta sem ég ætla að skrifa var að sigur þeirra var sanngjarn og hefði alveg getað verið stærri og að þeir hafi átt sigurinn skilið. Við lærum af því að mæta til leiks í leikina og berjast fyrir hvejrum bolta eins og þeirra menn voru að gera allan leikinn. Leikur okkar var ekki nógu góður og Markús sá maður sem stóð uppúr úr okkar liði. Ég ætla hinsvegar að setja inn skemmtilega grein um „úrvalslið“ þriðju deildar sem einn fyndinn fréttaritari fótbolti.net setti inná stjórnborðið sem því miður fær ekki birtingu enda um einkahúmor að ræða. Eitt annað. Það væri rosalega gaman ef fólk mundi kommenta á greinar sem settar eru inn svona til að gera skemmtilega umræðu og skot á einstaklinga sérstaklega vel tekið.
Markvörður: Anton Ari Einarsson (Hvíti Riddarinn)
Með hripleka vörn fyrir framan sig sem á alla sök á þessum 48 mörkum sem liðið hefur fengið á sig.

Hægri bakvörður: Saint Paul Edeh (Afríka) (f)
Fjölhæfur leikmaður sem ógnar sífellt með hraða sínum og tækni auk þess sem hann er mikilvægur í klefanum og skapar jákvæðan anda.

Miðvörður: Bobbi (KB)
Stendur alltaf fyrir sínu sama hve marga hamborgara hann borðar.

Miðvörður: Kolbeinn Tumi Daðason (KV)  (Blaðamaður á fréttablaðinu og Sammaranum.com.
Skallar allt frá og ógnar í föstu leikatriðum. Hefur lítið spilað vegna anna í starfi.

Vinstri bakvörður: Magnús Valur Böðvarsson (Álftanes) (Fréttaritari fótbolta.net)
Fær tvö mörk skráð þegar hann skorar eitt. Mikilvægt að hafa svona leikmann. Þekkir andstæðingana út og inn og getur brugðið sér í mark ef Anton Ari fær rautt.

Djúpur miðjumaður: Marius Sakalauskas (Stál-úlfur)
Lykilmaður í innrásinni í Keilufellinu.

Miðjumaður: Sinisa Kekic (Sindri)
Yngist með hverju árinu. Elskar Mix og möndlur. Kemur alltaf tilbúinn til leiks og þarf enga upphitun nema eina ef ekki tvær sígarettur.

Holan: Hörður Snævar Jónsson (Augnablik)  (Blaðamaður fótbolta.net)
Skorar á 55 mínútna fresti. Þarf ekki að segja meira.

Hægri vængur: Freyr Brynjarsson (Þróttur Vogum)
Góður í hraðaupphlaupum og fær sjaldan á sig ruðning.

Vinstri Vængur: Sigurjón Jónsson (Augnablik) (Selur auglýsingar fyrir fótbolta.net)
Ógnar stöðugt með hraða sínum og tækni.

Striker: Valdimar Kristmunds Sigurðsson (Kári)
Legend. 62 ára en sést enn reglulega með strípur á Oliver.

Varamenn:
Raggi Sinalco (m) (Ægir)
Magni Freyr Emilsson (Augnablik)
Gunnar Hilmar Kristinsson (Víðir)
Hermann Geir Þórsson (Grundarfjörður)
Arnar Kaiser (KV)

Næsti leikur: Kári

•15 júlí, 2011 • Færðu inn athugasemd

Næstkomandi mánudag munu vaskir Álftnesingar halda í víking og spila við Akurnesingana í Kára. Liðin áttust við á Forsetavellinum fyrr í sumar og skemmst er frá því að segja að okkar strákar unnu góðan 3-1 sigur á annars sterku liði Kára. Káramenn eru í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina ásamt okkar mönnum og því má búast við hörkuleik. Leikurinn fer fram á Akranesvelli kl 20:00.

Knattspyrnufélagið Kári var 26.mai árið 1922. Einn helsti frumkvöðull þess félags mun vera séra Friðrik Friðriksson sem kom að stofnun Vals og Hauka. ,  Þennan dag komu nokkrir drengir saman í kartöflugarðinum við Árnabæ (sem var nokkurn veginn þar sem Kaupfélagið/Barbró kom síðar við Kirkjubrautina) og ræddu um hvort mögulegt væri að stofna knattspyrnufélag, því ekkert slíkt félag var þá til á Akranesi. Það var mikill áhugi fyrir málinu og var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að stofna félagið. Hinir eiginlegu stofnendur voru 10 talsins, en þeir voru þessir

Gísli Bjarnason frá Austurvöllum 11 ára, Guðmundur P. Bjarnason frá Sýruparti 13 ára, Gústaf Ásbjörnsson frá Völlum 14 ára, Sighvatur Bjarnason frá Austurvöllum 10 ára og Albínus Guðmundsson frá Vegamótum 13 ára., Sigurjón Sigurðsson frá Akbraut 12 ára, Bjarni I. Bjarnason frá Austurvöllum 13 ára, Sigurður Helgason frá Lykkju 12 ára, Gísli Sigurðsson frá Hjarðarbóli 12 ára og Guðmundur Sveinbjörnsson frá Árnabæ 11 ára.

Á þessum stofnfundi var félaginu ekki gefið nafn, enda vantaði ýmislegt fleira en nafnið til þess að þetta gæti heitið knattspyrnufélag. Það vantaði lög fyrir félagið, svo eitthvað sé nefnt, en það sem þó skipti mestu máli var, að það vantaði knött.

Nú voru góð ráð dýr, því knöttur kostaði 10 krónur og það var enginn smápeningur í þá daga. Það var því ákveðið að hver félagsmaður legði fram eina krónu, en flestir áttu erfitt með að leggja fram svo háa upphæð. Það tókst þó um síðir, því strákarnir unnu í fiskvinnu og fleiru, sem þeir fengu greitt fyrir. Nú var knötturinn fenginn, en þá vantaði völlinn.

Langisandur, rennisléttur og víðáttumikill, sérstaklega um fjöru, kom nú í góðar þarfir og þar fór fram fyrsta æfingin eftir að nýi knötturinn var fenginn. Áður en æfingin hófst ákváðu strákarnir að gefa félaginu nafn. Hver félagsmaður skrifaði sína uppástungu í sandinn. Þar komu fram m.a. þessi nöfn: Elding, Högni, Gunnar Hámundarson, Kári og var síðastnefnda uppástungan samþykkt. Þá var Gústaf Ásbjörnsson kosinn formaður á þessum fundi, en fleiri voru ekki kosnir í stjórn að þessu sinni.

Um haustið var endanlega gengið frá stofnun Kára og samþykkt lög fyrir félagið. Fundurinn var haldinn í mókofa við Austurvelli og var Sveinbjörn Oddsson, sá merki maður, drengjunum til aðstoðar við að semja lög félagsins.

Tilgangur félagsins kemur fram í 2. grein: Tilgangur félagsins er að efla íþróttastarfsemi, fyrst og fremst knattspyrnu. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að halda uppi tíðum æfingum í knattspyrnu og gangast fyrir knattspyrnumótum. Ennfremur eftir föngum að gefa meðlimum sínum kost á æfingum í öðrum þeim íþróttagreinum, sem Íþróttasamband Íslands hefur á stefnuskrá sinni.

Þá var kosin stjórn, sem þessir skipuðu: Formaður var Gústaf Ásbjörnsson, ritari Sigurjón Sigurðsson og gjaldkeri Guðmundur P. Bjarnason.

Lið Kára kom í sumar aftur í deildarkeppni á vegum Ksí en liðið hafði verið í nokkurra ára dvala og tók seinast þátt í 3.deild karla að ég held 2007. Við vonum svo sannarlega að við komum inní leikinn af fullum krafti og tökum þrjú stig gegn þessu skemmtilega Akraness liði. Þess má til gamans geta að í þeirra röðum er Valdimar K. Sigurðsson 43 ára sem er markahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi.