Næsti leikur: Kári

Næstkomandi mánudag munu vaskir Álftnesingar halda í víking og spila við Akurnesingana í Kára. Liðin áttust við á Forsetavellinum fyrr í sumar og skemmst er frá því að segja að okkar strákar unnu góðan 3-1 sigur á annars sterku liði Kára. Káramenn eru í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina ásamt okkar mönnum og því má búast við hörkuleik. Leikurinn fer fram á Akranesvelli kl 20:00.

Knattspyrnufélagið Kári var 26.mai árið 1922. Einn helsti frumkvöðull þess félags mun vera séra Friðrik Friðriksson sem kom að stofnun Vals og Hauka. ,  Þennan dag komu nokkrir drengir saman í kartöflugarðinum við Árnabæ (sem var nokkurn veginn þar sem Kaupfélagið/Barbró kom síðar við Kirkjubrautina) og ræddu um hvort mögulegt væri að stofna knattspyrnufélag, því ekkert slíkt félag var þá til á Akranesi. Það var mikill áhugi fyrir málinu og var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að stofna félagið. Hinir eiginlegu stofnendur voru 10 talsins, en þeir voru þessir

Gísli Bjarnason frá Austurvöllum 11 ára, Guðmundur P. Bjarnason frá Sýruparti 13 ára, Gústaf Ásbjörnsson frá Völlum 14 ára, Sighvatur Bjarnason frá Austurvöllum 10 ára og Albínus Guðmundsson frá Vegamótum 13 ára., Sigurjón Sigurðsson frá Akbraut 12 ára, Bjarni I. Bjarnason frá Austurvöllum 13 ára, Sigurður Helgason frá Lykkju 12 ára, Gísli Sigurðsson frá Hjarðarbóli 12 ára og Guðmundur Sveinbjörnsson frá Árnabæ 11 ára.

Á þessum stofnfundi var félaginu ekki gefið nafn, enda vantaði ýmislegt fleira en nafnið til þess að þetta gæti heitið knattspyrnufélag. Það vantaði lög fyrir félagið, svo eitthvað sé nefnt, en það sem þó skipti mestu máli var, að það vantaði knött.

Nú voru góð ráð dýr, því knöttur kostaði 10 krónur og það var enginn smápeningur í þá daga. Það var því ákveðið að hver félagsmaður legði fram eina krónu, en flestir áttu erfitt með að leggja fram svo háa upphæð. Það tókst þó um síðir, því strákarnir unnu í fiskvinnu og fleiru, sem þeir fengu greitt fyrir. Nú var knötturinn fenginn, en þá vantaði völlinn.

Langisandur, rennisléttur og víðáttumikill, sérstaklega um fjöru, kom nú í góðar þarfir og þar fór fram fyrsta æfingin eftir að nýi knötturinn var fenginn. Áður en æfingin hófst ákváðu strákarnir að gefa félaginu nafn. Hver félagsmaður skrifaði sína uppástungu í sandinn. Þar komu fram m.a. þessi nöfn: Elding, Högni, Gunnar Hámundarson, Kári og var síðastnefnda uppástungan samþykkt. Þá var Gústaf Ásbjörnsson kosinn formaður á þessum fundi, en fleiri voru ekki kosnir í stjórn að þessu sinni.

Um haustið var endanlega gengið frá stofnun Kára og samþykkt lög fyrir félagið. Fundurinn var haldinn í mókofa við Austurvelli og var Sveinbjörn Oddsson, sá merki maður, drengjunum til aðstoðar við að semja lög félagsins.

Tilgangur félagsins kemur fram í 2. grein: Tilgangur félagsins er að efla íþróttastarfsemi, fyrst og fremst knattspyrnu. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að halda uppi tíðum æfingum í knattspyrnu og gangast fyrir knattspyrnumótum. Ennfremur eftir föngum að gefa meðlimum sínum kost á æfingum í öðrum þeim íþróttagreinum, sem Íþróttasamband Íslands hefur á stefnuskrá sinni.

Þá var kosin stjórn, sem þessir skipuðu: Formaður var Gústaf Ásbjörnsson, ritari Sigurjón Sigurðsson og gjaldkeri Guðmundur P. Bjarnason.

Lið Kára kom í sumar aftur í deildarkeppni á vegum Ksí en liðið hafði verið í nokkurra ára dvala og tók seinast þátt í 3.deild karla að ég held 2007. Við vonum svo sannarlega að við komum inní leikinn af fullum krafti og tökum þrjú stig gegn þessu skemmtilega Akraness liði. Þess má til gamans geta að í þeirra röðum er Valdimar K. Sigurðsson 43 ára sem er markahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 15 júlí, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: