Erfið staða en ekki vonlaus

Álftanes mætti í gær liði Grundarfjarðar sem var stigi á undan okkur á toppnum. Það var því von á hörkuleik fyrirfram en við vorum eina liðið sem hafði lagt þá af velli í sumar.

Flest allir kunnast við fótboltaleikinn Football manager og hafa flestir okkar spilað hann. Það sem mér fannst alltaf mest pirrandi við þann leik þegar maður var kannski að stýra liði Manchester eða Newcastle og átti bikarleik við lið eins og Plymouth eða álíka slakt lið og maður tapaði. Þá fór maður að skoða tölfræði leiksins sem var ca 80% með boltann, 20 skot þar af 15 sem hittu markið á meðan andstæðingarnir áttu eitt skot og það hitti á markið og leikurinn tapaðist 1-0 og markvörður þeirra maður leiksins. Þá hugsaði maður oft, þetta gerist ekkert í alvörunni.

Well það gerðist í alvörunni í gær þegar við spiluðum við Grundarfjörð. Leikurinn var svona frekar jafn til að byrja með en um miðjan hálfleikinn komust þeir yfir með marki sem Markús missti klaufalega inn og hefði líklega átt að gera betur. Við þetta gekk leikplan andstæðinganna upp, að skora og pakka svo í vörn. Með 10 manna varnarlínu og einn framherja sóttum við látlaust allan leikinn og fengum fullt af dauðafærum sem á einhvenr ótrúlegan hátt nýttust ekki. Þá var markvörður þeirra sem er líklega einn af þeim betri í 3.deildinni að verja eins og berserkur.

Þeir náðu svo að fá eina sókn í uppbótartíma og bæta við marki sem var afskaplega klaufalegt líka. Þetta þýðir að við duttum niður í þriðja sætið fyrir seinasta leikinn. Það er kannski lán í óláni að við mætum Berserkjum og með sigri getum við komist uppí 2.sætið og því allt ennþá í okkar höndum. Það er samt ljóst að okkar bíður verulega erfitt verkefni í næsta leik þar sem Berserkir eru með gríðarlega sterkt lið.

Ef við náum að vinna leikinn þá eru 4 möguleg lið sem við gætum mætt sem vinnur B-riðillinn þau eru Léttir sem eru best staddir, KFR, KV eða Ýmir en öll liðin geta ennþá unnið riðilinn. Við verðum hinsvegar að vinna okkar leik til að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Tap eða jafntefli þýðir að við erum úr leik og dettum líklega niður í 4.sætið fyrir vikið.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 14 ágúst, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: