Súrt jafntefli gegn Birninum

Álftanes lék í kvöld við spræka Bjarnarstráka í Grafarvoginum í kvöld. Leikurinn átti að fara fram á gervigrasvellinum fyrir utan Egilshöll en með góðfúslegu leyfi húsvarðar Egilshallar fór leikurinn fram innandyra vegna vonskuveðurs.

Fyrri hálfleikurinn var hrein hörmumg og með því verra sem við höfum sýnt í sumar. Menn áttu erfitt með að átta sig á gervigrasinu sem var þurrt og boltinn flaut því illa. Bjarnarmenn byrjuðu á því að pressa og fengu ágætisfæri og máttum við prísa okkur sæla að Markús var vel á verðinum í markinu. Þá var alltof langt milli varnar og miðju og miðju og sóknar og náðum við ekki að skapa okkur eitt einasta færi í fyrri hálfleik á meðan Bjarnarstrákarnir léku sér að okkar mönnum.

Um miðjan hálfleikinn skoruðu þeir fyrsta mark leiksins eftir herfileg mistök í vörn okkar. Þórhallur átti þá slaka sendingu til baka sem sóknarmaður þeirra komst inní og lagði boltann innfyrir á annan sem skoraði örugglega framhjá Markúsi í markinu. Við vorum svo stálheppnir að fá ekki annað mark á okkur undir lok hálfleiksins.

Seinni hálfleikurinn var hinsvegar mikið mun betri og stjórnuðum við leiknum allan hálfleikinn. Við áttum samt sem áður erfitt með að skapa okkur færi og áttum nokkur skot sem markvörður þeirra varði vel. Birkir og Arnar Hólm komu inná í seinni hálfleiknum og lagaðist allt spil við það. Boltinn fékk að fljóta betur út á kanntana og skapaði það mikla hættu. Við uppskárum jöfnunarmark á 75.mínútu þegar Maggi stakk sér bakvið bakvörðinn eftir flotta sendingu og lagði boltann framhjá markverðinum og jafnaði leikinn.

Síðustu mínúturnar pressuðum við stíft og hefðum hæglega getað stolið stigunum. Birkir átti þrumuskot sem markvörðurinn náði að verja glæsilega og þá átti Pétur hörkuskot af 25 metra færi sem markvörður þeirra rétt náði að verja í horn. Lokatölur urðu hinsvegar 1-1 og því miður ekki úrslitin sem við óskuðum eftir. Seinni hálfleikurinn var þó mikið mun betri. Þetta er ennþá í okkar höndum og verðum við nauðsynlega að klára þrjá seinustu leiki okkar til að komast í úrslitakeppnina. Það er því við ramman reip að draga.

Liðið: Markús – Pétur Örn, Siggi Bryn (f), Ingólfur Örn, Siggi Bald (Birkir 55) – Arnþór, Þórhallur (Arnar Hólm 45), Guðbjörn, Arnór – Maggi Ársæls (Ronni 85′), Andri Jan.   Ónotaðir varamenn: Gissur, Ari Leifur

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 26 júlí, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: