Leikur við Afríku á morgun

Kl. 19:00 á morgun föstudaginn 5.ágúst hefst leikur Álftaness og Afríku United. Leikurinn ef afskaplega mikilvægur fyrir okkar menn og verðum við að sigra ætlum við okkur í úrslitakeppnina. Fyrirfram mætti búast við auðveldum leik enda Afríka einungis með eitt stig fyrir leikinn en Afríkumenn eru sýnd veiði en ekki gefin. Á morgun verðum við án tveggja lykilmanna. Sigurður Brynjólfsson fyrirliði tekur út leikbann á meðan Þórhallur Björnsson á við smávægileg meiðsli að stríða og er hvíldur. Þá mun Arnar Hólm Einarsson væntanlega spila kveðjuleik sinn í sumar þar sem hann er að halda utan til Ameríku í nám.

Fyrri leikur liðanna endaði með 6-1 sigri okkar manna þar sem Andri Janusson skoraði tvö mörk en Magnús Ársælsson, Guðbjörn Sæmundsson, Kristján Lýðsson og Arnþór Sigurðsson skoruðu sitt markið hver. Ég vil minna aftur á breyttan leiktíma þ.e. kl: 19:00 í stað 20:00 eins og er venjulega. Fyrir þá sem hafa áhuga á liði Afríku þá geta þeir kynnt sér heimildarmynd Ólafs Jóhannessonar um lið Afríku United en finna má hana t.d. á skjábíó og öllum betri mynbandaleigum bæjarins.

Kv. Bö

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 4 ágúst, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: