-Upplýsingar

Meistaraflokkur karla

Heimilsfang
Íþróttamiðstöð Álftanes
Póstnúmer 225

Íslandabanki Garðabæ
Kt: 661006-0720
Banki: 546-26-002443

Meistaraflokkur Karla

Meistaraflokkur Karla var stofnaður í lok Ágúst árið 2006 með það að stefnu að taka þátt í þriðju deild karla árið 2007. Hópur af uppöldum Álftnesingum mynduðu kjarnan og liðið tók þátt í deildarbikarnum um vorið og fyrsti opinberi leikur Álftaness á vegum ksí var 25.mars árið 2007. Sá leikur var gegn Ægi frá Þorlákshöfn og vannst 5-2. Árið 2007 var sögulegt tímabil því ekki nóg með að þetta var fyrsta tímabilið hjá liðinu heldur fór liðið í 3. umferð

Visabikarkeppninnar þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Hamri. Álftanes lennti í sterkum riðli í íslandsmótinu og fóru bæði efstu liðin úr riðli Álftaness upp um deild þetta árið en Álftanes lennti í 4.sæti með 15 stig fyrsta árið. Í dag leika 6 leikmenn Álftaness ennþá með Álftanesi og einn situr í stjórn félagsins.  Þjálfari var Brynjar Þór Gestsson.

Árið 2008 byrjaði vel og fór liðið í undanúrslit í Lengjubikarnum þar sem liðið tapaði naumlega gegn Ými  eftir framlengdan leik en Ýmismenn höfðu jafnað á seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Tímabilið byrjaði illa þetta ár með tapi í bikarnum í fyrstu umferð og tveimur töpum í deildinni. Hópurinn var óánægður með þjálfara liðsins sem hætti á miðju tímabili og fóru hlutirnir að ganga betur og var liðið hársbreidd frá sæti í úrslitakeppninni. Þjálfari var Dragi Pavlov en Ásgrímur Helgi Einarsson tók við seinni hluta móts ásamt Janusi Guðlaugssyni.

Árið 2009 var svo sögulegt. Sigur á 1.deildarliði ÍR í bikarnum og mættu okkar menn stórliði Vals á Vodafone vellinum. Okkar menn stóðu sig eins og hetjur og náði úrvalsdeildarliðið ekki að setja mark fyrr en á 78.mínútu leiksins. Þá höfðum okkar menn átt skot í slá. Bikarævintýrið var á enda þetta árið en leikmenn reynslunni ríkari og skilaði sér alla leið í úrslitakeppni 3.deildar þar sem liðið tapaði fyrir feiknasterku liði Ýmis. Þjálfari var Ásgrímur Helgi Einarsson.

Árið 2010 var áhugavert. Liðið datt útúr 2.umferð bikarsins eftir 1-3 tap í mögnuðum leik á Forsetavellinum á Álftanesi. Liðið byrjaði deildina hrikalega og tapaði tveimur fyrstu leikjunum. Eftir það fóru hlutirnir að ganga sem skildi og náði liðið að komast í úrslitakeppnina eftir dramantíska keppni við Sindra og KFG. Liðið féll hins vegar út fyrir sterku liði Dalvíkur/Reynis sem komst upp í 2.deild. Þjálfari var Grétar Már Sveinsson.

Í októbermánuði 2010 var stórt skref tekið í sögu meistaraflokks Álftaness og Þórhallur Dan Jóhannsson ráðinn sem þjálfari liðsins en hann hefur mikla reynslu sem leikmaður í efstu deild, sem atvinnumaður erlendis og í evrópukeppnum. Meistaraflokkur Álftaness setur stefnuna hátt og ætlar alla leið upp í 2.deild enda hefur átt sér mikil uppbygging í fótboltanum hér á nesinu. Liðið verður samt sem áður að lang mestu leyti byggt uppá uppöldum Álftnesingum sem vilja komast alla leið þetta árið enda reynslunni ríkari eftir að hafa farið í úrslitakeppnina seinustu tvö árin.
Vissir þú að:

Andri Janusson er bæði leikja og markahæsti leikmaður Álftaness með 57 leiki og 40 mörk skoruð í deild og bikar.

Stærsti deildarsigur Álftaness er 7-1 gegn Þrótti Vogum 2008 og Hvíta Riddarnum 2010. Stærsta tapið kom gegn Bí/Bol 6-0 á Ísafirði 2008

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: