Að duga eða drepast ,leikur gegn Berserkjum

Það verður svo sannarlega lagt allt undir þegar Álftnesingar þurfa að sækja Berserki heim á Víkingsvöll á föstudaginn kemur kl 1900. Berserkir vilja kalla heimavöll sinn gervigrasið hjá Víkingsvellinum, Berserkjahraun en við vitum að það stenst engan veginn enda keyrðum við framhjá stað sem heitir Berserkjahraun þegar við kepptum við Grundarfjörð.

Staðan er svo sannarlega erfið við erum með 28 stig í 3.sæti riðilsins en Berserkir eru með 30 stig og nægir því jafntefli í leiknum. Við þurfum því svo sannarlega að taka áhættu og leggja alla spilapeningana undir og vona að réttu spilin komi í borð til að við náum að innbyrgða sigur og tryggja okkur í úrslitakeppnina.

Eins og menn muna þá fór fyrri leikur liðanna 4-2 fyrir Berserkjum á Forsetavellinum þar sem við hefðum getað jafnað í 3-3 þegar 5 mínútur voru eftir en Berserkir náðu að koma inn marki á lokasekundunum.  Það eru smá forföll á okkar liði gegn Berserkjum en bræðurnir Arnór Björnsson og Þórhallur Björnsson taka báðir út leikbann, Arnór vegna 4 gula spjalda en Þórhallur vegna 6 gulra spjalda. Þá er Arnar Hólm Einarsson farinn út til náms og Elfar Smári Sverrisson er einnig erlendis. Þá er óvíst með þátttöku Magnúsar Ársælssonar sem hefur verið frá vegna ökklameiðsla.

Strákarnir eru samt svo sannarlega tilbúnir í leikinn og ætla að gefa allt í leikinn og vonumst við eftir stuðningi allra Álftnesinga á Víkingsvellinum á föstudag. Við skorum á trommusveitin Klemenz til að mæta og styðjum okkar menn til sigurs. Við nauðsynlega þurfum á öllum stuðningsmönnum að halda og munar um hvern og einn. ´

Föstudagurinn 18.Ágúst   Kl:19:00 á Víkingsvelli

Berserkir – Álftanes

ÁFRAM ÁLFTANES!!!! 

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 17 ágúst, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: