Auðveldur sigur gegn Afríku

Við unnum auðveldan sigur á leikmönnum Afríku á föstudaginn var og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu. Ingó kom okkur yfir með sínu fjórða marki í sumar já ég endurtek sínu fjórða marki sem er frábær árangur hjá varnarmanni. Eftir markið vorum við að spila mjög illa og í raun og veru heppnir að spila ekki við sterkara lið en þetta. Við náðum ekki að bæta við marki fyrr en á 43.mínútu þegar markamaskínan Andri Janusson fór svo illa með markvörð Afríku að skórnir hans voru eftir í grasinu.  Staðan í hálfleik aðeins 2-0 en það var bara byrjunin á því sem eftir átti að koma.

Síðari hálfleikurinn var svo einstefna að marki Afríku og hefðu mörkin getað orðið mikið fleiri. Andri bætti við marki snemma áður en Arnór og Maggi bættu við mörkum. Kristján nokkur Lýðsson kom af bekknum og lofaði tveim mörkum og það fyrr kom aðeins tveim mínútum eftir að hann kom inná. Þá átti Maggi frábæra sendingu innfyrir og Kristján chippaði snyrtilega yfir markvörðinn virkilega vel klárað hjá Kristjáni sem var að skora sitt annað mark í sumar í aðeins 4 leikjum. Hann skoraði svo aftur á 88.mínútu áður en Guðbjörn bætti við því áttunda.

Afríkumenn skyggðu algjörlega á sigur okkar með ljótu atviki þegar leikmaður þeirra kastaði steini að aðstoðardómara leiksins og annar leikmaður kallaði yfir hópinn, „discusting society“.

Nokkrar aðrar fleygar setningar heyrðust sem gaman var að heyra. ,,Halltu áfram hendi er ekki með í þessum leik“   „Kick somebody“ „Mark your man brother, please“  , “ kurva deminrevski sofia hopnikorska“ , „Baba you my brother and i love you“   Anyway framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir og verðum við að ná að minnsta kosti fjórum stigum til að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Einbeitingin verður að vera fullkomin.  Áfram Álftanes

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 7 ágúst, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: