Skyldusigur á Sköllum

•24 júlí, 2011 • Færðu inn athugasemd

Við unnum á föstudagskvöldið skyldusigur á liði Skallagríms sem mætti fáliðað á Álftanesið og náðum við að klára leikinn á fyrstu þrettán mínútunum. Andri skoraði stórglæsilegt mark á 2.mínútu þegar Dói átti frábæra sendingu frá hægri, Andri stakk sér innfyrir og lyfti boltanum yfir markvörðinn mjög snyrtilega gert.

Fjórum mínútum síðar bætti Maggi við marki aftur eftir fyrirgjöf frá Dóa og Maggi tók boltann viðstöðulaust og negldi boltanum í netið. Virkilega vel gert. Andri skoraði svo þriðja markið þegar hann stakk varnarmennina af eftir sendingu frá vörninni. Eftir þetta var lítið um tilþrif í leiknum og Guðbjörn skoraði svo fjórða markið í seinni hálfleik. Fátt sem ég nenni að skrifa meira um þennan leik nema við attum að skora mikið fleiri mörk.

Auglýsingar

Lélegt gegn Kára. Slegið á létta strengi í stað umfjöllunar

•19 júlí, 2011 • Færðu inn athugasemd

Ég ætla lítið að mæla um leik okkar við Kára. Það stutta sem ég ætla að skrifa var að sigur þeirra var sanngjarn og hefði alveg getað verið stærri og að þeir hafi átt sigurinn skilið. Við lærum af því að mæta til leiks í leikina og berjast fyrir hvejrum bolta eins og þeirra menn voru að gera allan leikinn. Leikur okkar var ekki nógu góður og Markús sá maður sem stóð uppúr úr okkar liði. Ég ætla hinsvegar að setja inn skemmtilega grein um „úrvalslið“ þriðju deildar sem einn fyndinn fréttaritari fótbolti.net setti inná stjórnborðið sem því miður fær ekki birtingu enda um einkahúmor að ræða. Eitt annað. Það væri rosalega gaman ef fólk mundi kommenta á greinar sem settar eru inn svona til að gera skemmtilega umræðu og skot á einstaklinga sérstaklega vel tekið.
Markvörður: Anton Ari Einarsson (Hvíti Riddarinn)
Með hripleka vörn fyrir framan sig sem á alla sök á þessum 48 mörkum sem liðið hefur fengið á sig.

Hægri bakvörður: Saint Paul Edeh (Afríka) (f)
Fjölhæfur leikmaður sem ógnar sífellt með hraða sínum og tækni auk þess sem hann er mikilvægur í klefanum og skapar jákvæðan anda.

Miðvörður: Bobbi (KB)
Stendur alltaf fyrir sínu sama hve marga hamborgara hann borðar.

Miðvörður: Kolbeinn Tumi Daðason (KV)  (Blaðamaður á fréttablaðinu og Sammaranum.com.
Skallar allt frá og ógnar í föstu leikatriðum. Hefur lítið spilað vegna anna í starfi.

Vinstri bakvörður: Magnús Valur Böðvarsson (Álftanes) (Fréttaritari fótbolta.net)
Fær tvö mörk skráð þegar hann skorar eitt. Mikilvægt að hafa svona leikmann. Þekkir andstæðingana út og inn og getur brugðið sér í mark ef Anton Ari fær rautt.

Djúpur miðjumaður: Marius Sakalauskas (Stál-úlfur)
Lykilmaður í innrásinni í Keilufellinu.

Miðjumaður: Sinisa Kekic (Sindri)
Yngist með hverju árinu. Elskar Mix og möndlur. Kemur alltaf tilbúinn til leiks og þarf enga upphitun nema eina ef ekki tvær sígarettur.

Holan: Hörður Snævar Jónsson (Augnablik)  (Blaðamaður fótbolta.net)
Skorar á 55 mínútna fresti. Þarf ekki að segja meira.

Hægri vængur: Freyr Brynjarsson (Þróttur Vogum)
Góður í hraðaupphlaupum og fær sjaldan á sig ruðning.

Vinstri Vængur: Sigurjón Jónsson (Augnablik) (Selur auglýsingar fyrir fótbolta.net)
Ógnar stöðugt með hraða sínum og tækni.

Striker: Valdimar Kristmunds Sigurðsson (Kári)
Legend. 62 ára en sést enn reglulega með strípur á Oliver.

Varamenn:
Raggi Sinalco (m) (Ægir)
Magni Freyr Emilsson (Augnablik)
Gunnar Hilmar Kristinsson (Víðir)
Hermann Geir Þórsson (Grundarfjörður)
Arnar Kaiser (KV)

Næsti leikur: Kári

•15 júlí, 2011 • Færðu inn athugasemd

Næstkomandi mánudag munu vaskir Álftnesingar halda í víking og spila við Akurnesingana í Kára. Liðin áttust við á Forsetavellinum fyrr í sumar og skemmst er frá því að segja að okkar strákar unnu góðan 3-1 sigur á annars sterku liði Kára. Káramenn eru í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina ásamt okkar mönnum og því má búast við hörkuleik. Leikurinn fer fram á Akranesvelli kl 20:00.

Knattspyrnufélagið Kári var 26.mai árið 1922. Einn helsti frumkvöðull þess félags mun vera séra Friðrik Friðriksson sem kom að stofnun Vals og Hauka. ,  Þennan dag komu nokkrir drengir saman í kartöflugarðinum við Árnabæ (sem var nokkurn veginn þar sem Kaupfélagið/Barbró kom síðar við Kirkjubrautina) og ræddu um hvort mögulegt væri að stofna knattspyrnufélag, því ekkert slíkt félag var þá til á Akranesi. Það var mikill áhugi fyrir málinu og var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að stofna félagið. Hinir eiginlegu stofnendur voru 10 talsins, en þeir voru þessir

Gísli Bjarnason frá Austurvöllum 11 ára, Guðmundur P. Bjarnason frá Sýruparti 13 ára, Gústaf Ásbjörnsson frá Völlum 14 ára, Sighvatur Bjarnason frá Austurvöllum 10 ára og Albínus Guðmundsson frá Vegamótum 13 ára., Sigurjón Sigurðsson frá Akbraut 12 ára, Bjarni I. Bjarnason frá Austurvöllum 13 ára, Sigurður Helgason frá Lykkju 12 ára, Gísli Sigurðsson frá Hjarðarbóli 12 ára og Guðmundur Sveinbjörnsson frá Árnabæ 11 ára.

Á þessum stofnfundi var félaginu ekki gefið nafn, enda vantaði ýmislegt fleira en nafnið til þess að þetta gæti heitið knattspyrnufélag. Það vantaði lög fyrir félagið, svo eitthvað sé nefnt, en það sem þó skipti mestu máli var, að það vantaði knött.

Nú voru góð ráð dýr, því knöttur kostaði 10 krónur og það var enginn smápeningur í þá daga. Það var því ákveðið að hver félagsmaður legði fram eina krónu, en flestir áttu erfitt með að leggja fram svo háa upphæð. Það tókst þó um síðir, því strákarnir unnu í fiskvinnu og fleiru, sem þeir fengu greitt fyrir. Nú var knötturinn fenginn, en þá vantaði völlinn.

Langisandur, rennisléttur og víðáttumikill, sérstaklega um fjöru, kom nú í góðar þarfir og þar fór fram fyrsta æfingin eftir að nýi knötturinn var fenginn. Áður en æfingin hófst ákváðu strákarnir að gefa félaginu nafn. Hver félagsmaður skrifaði sína uppástungu í sandinn. Þar komu fram m.a. þessi nöfn: Elding, Högni, Gunnar Hámundarson, Kári og var síðastnefnda uppástungan samþykkt. Þá var Gústaf Ásbjörnsson kosinn formaður á þessum fundi, en fleiri voru ekki kosnir í stjórn að þessu sinni.

Um haustið var endanlega gengið frá stofnun Kára og samþykkt lög fyrir félagið. Fundurinn var haldinn í mókofa við Austurvelli og var Sveinbjörn Oddsson, sá merki maður, drengjunum til aðstoðar við að semja lög félagsins.

Tilgangur félagsins kemur fram í 2. grein: Tilgangur félagsins er að efla íþróttastarfsemi, fyrst og fremst knattspyrnu. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að halda uppi tíðum æfingum í knattspyrnu og gangast fyrir knattspyrnumótum. Ennfremur eftir föngum að gefa meðlimum sínum kost á æfingum í öðrum þeim íþróttagreinum, sem Íþróttasamband Íslands hefur á stefnuskrá sinni.

Þá var kosin stjórn, sem þessir skipuðu: Formaður var Gústaf Ásbjörnsson, ritari Sigurjón Sigurðsson og gjaldkeri Guðmundur P. Bjarnason.

Lið Kára kom í sumar aftur í deildarkeppni á vegum Ksí en liðið hafði verið í nokkurra ára dvala og tók seinast þátt í 3.deild karla að ég held 2007. Við vonum svo sannarlega að við komum inní leikinn af fullum krafti og tökum þrjú stig gegn þessu skemmtilega Akraness liði. Þess má til gamans geta að í þeirra röðum er Valdimar K. Sigurðsson 43 ára sem er markahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi.

Ísbjörninn niðurlægður

•7 júlí, 2011 • Færðu inn athugasemd

Álftanes mætti líklega slakasta liði 3.deildar í kvöld og sannaði það hvernig á að niðurlægja lið. Það lofar væntanlega ekki góðu hjá liði þegar það byrjar að hita upp 20 mínútum fyrir leik og byrjar á að fá sér sígarettu.

Við vorum hinsvegar veruelga seinir í gang og þeir náðu að troða inn einu marki snemma leiks. Þá urðu einhver herfileg mistök hjá okkar mönnum og einn leikmaður gestanna náði að skora með góðu skoti. Eftir þetta var nánast bara eitt lið á vellinum.

Við náðum þegar yfirlauk að skora 12 mörk. Ég einfaldlega man ekki hvert smáatriði til að lýsa hverju marki fyrir sig en geri mitt besta.

Andri minn ljónshjarta skoraði fjögur mörk í leiknum. Ég man eftir marki númer tvö þegar hann gjörsamlega bombaði boltanum uppí samúel þar sem enginn markvörður í heiminum hefði getað varið þetta skot. Mark 3 og 4 voru dæmigerð AJ anusson mörk, hann sleppur í gegn og leggur boltann framhjá markverðinum. Vel klárað hjá nýbakaða föðurnum sem er kominn með 12 mörk í 7 leikjum.

Guðbjörn í Klingenbergholti hélt okkur á floti í fyrri hálfleiknum með því að skora þrjú mörk. Fyrsta var skallamark eftir herfileg mistök markverju Ísbjarnanna. Annað var skallamark eftir hornspyrnu og ég man ekki hvernig það þriðja var, minnir að það hafi líka verið skallamark eftir hornspyrnu. Frábær leikur hjá hinum orðheppna Gassa 😀

Ingólfur Örn Ingólfsson aka Gnóli skoraði einnig í leiknum þótt ótrúlegt sé og það tveim leikjum í röð. Ótrúlegt að varnarmaður sé kominn með þrjú mörk í átta leikjum en þessi fyrri Egilsstaðabúi hefur smellpassað í liðið hjá okkur.

Arnar útigangsmaður Hólm Einarsson skoraði sitt annað mark í sumar og var jafn ólíklegt og það fyrra. Gegn Birninum notaði hann höndina til að koma boltanum fyrir sig en í þetta skiptið skoraði hann með svo lausu skoti að skjaldbaka hefði getað náð boltanum. Samt sem áður rann boltinn framhjá líklega 4 varnarmönnum Ísbjarnanna og markvörðurinn hreyfðist ekki af línunni frekar en öðrum tímum í leiknum. Hann fagnaði auðvita markinu með nýju tatttoo i fyrir leikinn.

Ari  Leifur „Silent Bob“ Jóhannsson var á varamannabekknum í fyrsta sinn í sumar og smellti sér í nýja stöðu hægri kannt og nýtti sér það til fullnustu og smellti inn einu kvikyndi úr þröngu færi með vinstri fæti held ég sem hlýtur að vera ástæða þess að hann hafi skorað.

Elfar Smári „Antilópa“ Sverrisson skoraði seinasta markið í sínum fyrsta leik í sumar. Hann lagði einnig upp tvö mörk. Hraði hans gaf ísbirninum krampa sem nenntu ekki einu sinni að hlaupa á eftir honum. Þá skoraði hann seinasta markið í leiknum með góðu utanfótarskoti.

Að sjálfsögðu gleymdi ég að minnast á markið hjá drekanum Viktori Ara Viktorssyni sem einnig var að spila sinn fyrsta leik í sumar eftir meiðsli. Hann sýndi hvernig á að moka boltanum yfir marklínuna þegar boltinn hafði rúllað eftir allri línunni. Virkielga gaman að fá Viktor aftur.

Þá verður maður að minnast á rauðhærða undrið Bryngeir Vattnes sem er aðeins 17 ára gamall og kom inná í sínum fyrsta leik á þessu ári. Brummi átti flottar sendingar og hefði með smá heppni getað skorað. Það er nokkuð ljóst að hann er bjartasta rauðhærða vonin á Álftanesinu.

Þá voru aðrir sem spiluðu einnig en það voru þeir Markús Markverja, Siggi „pulsa“ Baldursson, Maggi „ekki mix“ Ársælsson, Pétur „get ekki skorað“ Gíslason, Birkir Freyr „vélmennið“ Hilmarsson, Ronnarong „speedy Gonzalez“ Wongmahathai, Þórhallur „mighty mouse“ Björnsson, Gissur „gullrass“ Gíslason,

 

Næsti leikur gegn Ísbirninum

•4 júlí, 2011 • Færðu inn athugasemd

Eftir verulega sárt tap gegn liði Berserkja er komið að næsta leik þar sem við mætum liði Ísbjarnarins. Við mættum þeim í fyrstu umferð og vissum ekkert í hvað við vorum að fara útí. Yfirburðir okkar manna í þeim leik voru með eindæmum og máttu þeir þakka fyrir að tapið hafi ekki verið stærra en 7-0.

Lið Ísbjarnarins byrjaði mótið heldur brösulega og töpuðu fyrstu 6 leikjum sínum áður en þeir gerðu svo 2-2 jafntefli við lið Afríku í seinustu umferð. Liðið er líklega komið í betra form núna og því má alls ekki vanmeta liðið þrátt fyrir að við eigum að vera með talsvert sterkara liðið. Þeir stóðu t.d. lengi vel í liði Grundafjarðar  og liði Bjarnarins sem átti í miklu basli með Ísbjörninn. Þá gekk þeim illa að skora til að byrja með en hafa verið að ná að koma boltanum í netið.

Það má kannski líkja tímabili þeirra við fyrsta tímabil KFK þar sem mjög illa gekk í fyrstu tveim umferðunum áður en KFK menn fóru að geta staðið lengur í liðinum. Þeirra sterkasti maður er klárlega Guðmudur Kristinn Vilbergsson en hann hefur meðal annars leikið með liðum eins og Tindastóli í 2. og 3.deild.

Skrautleg dómgæsla og fyrsta tapið :(

•1 júlí, 2011 • Færðu inn athugasemd

Við spiluðum okkar allra slakasta leik í sumar og vorum í bullandi vandræðum gegn stekru liði Berserkja. Loksins fengum við alvöru lið á móti okkur og áttum við í miklum vandræðum með öskufljótan framherja gestanna. Við náðum þó forystu í leiknum þegar Ingó skoraði eftir aukaspyrnu, virkilega vel klárað hjá Ingó. Undirritaður var ekki einu sinni búin að lesa upp markaskorarann þegar þeir voru búnir að jafna.

Fyrri hálfleikurinn var bara vel dæmdur miðað við það sem átti eftir að gerast í síðari hálfleik. Þeir náðu inn marki eftir ca 10 mín í seinni hálfleik þegar sóknarmaður þeirra náði einhvejru draumaskoti. Við tókum hraða miðju eftir að dómarinn hafði flautað en hann lét endurtaka miðjuna sem var fáranlegur dómur.

Við náðum samt að jafna þegar Maggi skoraði gott mark eftir góða fyrirgjöf frá hægri. Leikurinn var galopin og bæði lið klárlga að sækja til sigurs. Dómarinn var löngu búinn að missa öll tök á vellinum og fór að flauta hægri vinstri og nær alltaf einhver fáranlegur dómur og fór þetta mikið í taugarnar á báðum liðum. Þeir komust yfir með góðu marki og stuttu seinna fengum við gefins vítaspyrnu. Siggi fyrirliði fór á punktinn og tók líklega slökustu vítaspyrnu sem sést hefur á Álftanesvelli í háa herrans tíð og markvörður Berserkja náði að verja.

Stuttu seinna skoruðu þeir seinasta mark leiksins og unnu 4-2 sigur. Þetta þýðir að allt er galopið í riðlinum í stað þess að við værum að stinga af. Það verður því að berja sjálfstraust í mönnum og fara að spila af viti á ný ef við ætlum okkur í úrslitakeppnina og vinna riðilinn. Virkilega slakur leikur hjá okkar mönnum og nú verða menn að girða sig í brók og gefa allt í leikina og spila boltanum eins og við höfum gert svo vel það sem af er sumri.

 

Engin meiri neikvæðni frá mér heldur ætlum við að keyra þetta í gang og halda áfram að WIN WIN WIN. Koma áfram Álftanes

Kv. Bö maður

Næstu andstæðingar: Berserkir

•28 júní, 2011 • Færðu inn athugasemd

Á fimmtudaginn kemur mætum við liði Berserkja á Forsetavellinum á Álftanesinu en leikurinn hefst kl: 2000 á amerískum hertíma. Berserkjum var spáð efsta sæti riðilsins af sérfræðingum fótbolta.net (ath ég var ekki einn þeirra) en þeir hafa tapað tveimur leikjum það sem af er og unnið 4.

Berserkur er orð sem haft er um mann sem klæddur er bjarnarfeldi Ber = Björn og Serkur er flík. Einnig er hægt að nota það sem lítt klæddur maður það er að segja maður á berum serk. Stundum er talað um að ganga Berserksgang en þá er verið að meina aðili sem hefur algjörlega enga stjórn á skapi sínu og er líklegur til að ráðast allt sem á vegi hans verður. Þá er talað um berserksgang þegar maður missir alla dómgreind og getur ekki greint milli vina eða óvina. Þá er talað um Berserki sem einskonar utangarðsmenn eða glæpamenn í samfélaginu. Allt má þetta rekja til baka til íslendingasagna.

Við ætlum svo sannarlega að vona að það verði ekki genginn Berserksgangur í leik okkar á fimmtudag. Við höfum þrisvar mætt Berserkjum í deildarleik í þriðju deildinni og voru viðureignir liðanna ansi hreint skemmtilegar. Fyrsti leikurinn endaði með 5-5 jafntefli á Forsetavellinum og sá næsti 1-1 á Víkingsvelli. Þriðji og seinasti leikur liðanna endaði með flottum 6-3 sigri. Við erum á toppi riðilsins með fullt hús stiga og ætlum engan vegin að gefa það eftir og stefnum ótrauðir á að halda því áfram. Berserkir spila annars heimaleiki sína á gervigrasinu hjá Víkingi og vilja kalla það Berserkjahraun en við vitum betur enda keyrðum við framhjá Berserkjahrauni rétt hjá Grundafirði um seinustu helgi.

Fimmtudagur kl 20:00 og gaman væri nú að trommusveitin Klemenz láti nú loksins sjá sig og styðji við bakið á okkur.