Solid sigur á Þrótti V.

21052009972

Það var stemning í klefanum eftir leik.

Fyrsti leikurinn okkar í deildinni þetta árið var í gær gegn Þrótti V. Leikið var á Bessastaðavelli og eins og svo oft áður var fjölmenni á vellinum, frábært að sjá svona marga koma og styðja við bakið á strákunum.
Eins og oft vill verða við frumsýningu þá var smá sviðsskrekkur í byrjun og það tók okkar menn um 10 mínútur að komast inn í leikinn. Á þeim tíma hafði Þróttur fengið dauðafæri, einir á móti markmanni en Markús varði það með stæl. Eftir það var ekki aftur snúið og við tókum völdin á vellinum.   Við fengum víti á 12 mínútu þegar brotið var á Adda í hornspyrnu, ýtt á bakið á honum í teignum. Siggi skoraði, eins og honum einum er lagið, úr vítinu. Við sóttum síðan mikið og stjórnuðum leiknum, m.a. björguðu þeir á línu eftir skot frá Hilmari en hann átti ófáar rispurnar upp vinstri kantinn og náðu þeir Jón Brynjar sem lék frammi mjög vel saman. Á 40 mínútu var komið að Fannari hinum fagra, hann fékk boltann fyrir utan teig vinstra megin og lét vaða á markið. Boltinn tók stefnu á hægri samskeytinn og söng þar í netinu, 2 – 0.  Góð staða til að fara inn með í hálfleik.
Þróttur byrjaði sterkar í seinni hálfleik en það entist ekki lengi og aftur tókum við völdin. Áttum að fá víti þegar Fannar var klipptur niður í teignum en dómarinn hefur örugglega verið að dást að veðrinu og renni sléttum vellinum því ekki sá hann þetta brot. Óskiljanlegt!!!  Það var svo á 65 mínútu að fallegasta mark leiksins kom. Við höfum haldið boltanum í langan tíma út á vellinum og ef við hefðum verið í reit þá hefði verið kominn ca. fimm faldur bónus. Boltinn barst upp vinstri kantinn þar sem Hilmar og Jón Brynjar tóku tvo þríhyrninga sem endaði með því að Hilmar sendi boltann fyrir í hausinn á Fannari sem stangaði hann í netið, frábært mark. Við fengum svo nokkur tækifæri til að bæta við en það tókst ekki og sannfærandi 3 – 0 sigur var í höfn.
Allt liðið var að spila vel í gær og skila sínu. Vert er þó að geta samvinnu þeirra Hilmars og Jóns Brynjars sem og framistöðu Markúsar í markinu sem var öryggið uppmálað og lét í sér heyra og keyrði og sjórnaði varnarmönnunum.  Vörnin var frábær og miðjan stjórnaði öllu sem þar fór í gegn. Oliver á hægri kantinum var að opna kantinn og búa til fullt af möguleikum þar en fékk ekki mikið úr að moða, flott vinnsla hjá honum samt.
Það er gaman að byrja sumarið svona en við þurfum að halda okkur á jörðinni, þetta var bara fyrsti leikurinn og í næstu viku heimsækjum við KB heim í Breiðholtið og má búast við hörku leik þar, leik sem menn verða að vera tilbúnir í.
Næsta æfing er á sunnudag kl. 18, sjáumst ferskir þar.

Þjálfi

~ af Magnús Böðvarsson á 22 maí, 2009.

13 svör to “Solid sigur á Þrótti V.”

  1. Flott umfjöllun um mjög góðan leik. Það sem mér fannst standa upp úr í þessum leik, hvað varðar allt liðið, er að við fengum eitt dauðafæri á okkur í byrjun leiks og svo ekki söguna meir. Reyndar kom eitt langskot frá þeim sem Markús varði vel.
    Sem segir okkur bara það hvað við erum sterkir varnarlega, ótrúlega sterkir varnarlega!! Það er, að mínu mati, nr 1,2 og 3 að geta spilað sterkan varnarleik því ef við erum ekki í „stuði“ þá munum við þurfa að verjast vel, sem og við getum 🙂
    Áfram Álftanes…eins og Paul myndi segja: I love you guys!!

  2. Gaman að sjá hvað allir komu hungraðir sem sveltir úlfar í þennan leik. Þetta verðum við bara að gera í hverjum einasta leik sem við spilum. Ekki gefa neinum færi á okkur á neinn hátt. Það sem er ennþá skemmtilegra við þetta er að við héldum hreinu og skulum halda því bara þannig næstu leiki.

    P.S. Ég tippa á Fannar sem mann leiksins þar sem hann skoraði 2 glæsileg mörk og spilaði einsog herforingi á miðjunni hjá okkur.

  3. sammála ykkur strákar, vil líka nefna Jón brynjar, hann var stórhættulegur í fyrrihálfleik!!! en í raun og veru voru allir að berjast fyrir hvorn annan og það á að vera styrkur okkar í sumar, Berjast berjast og berjast!!!!!

  4. Frábært hjá ykkur strákar !! 😉 ég er að fylgjast með ykkur ……

  5. Takk fyrir frábæran afmælis dag strákar mínir ! góður talandi og góð barátta !

  6. Ég er hrikalega sáttur með þennann leik. Mér fannst þetta vera baráttuleikur, þar sem við vorum í betra líkamlegu formi og sterkari í öllum stöðum. Þetta var sigur liðsheildarinnar, allir voru einbeittir og ákveðnir, frá aftasta manni til þess fremsta. Vorum þéttir og stóðum nálægt okkar mönnum í öllum stöðum.

    Ég er mjög ánægður með hvað menn voru tilbúnir að leggja á sig fyrir næsta mann, þeir fengu mjög lítinn tíma á boltanum, og ef þeir fóru fram hjá einhverjum okkar, var annar tilbúinn að ganga í verkið og tækla af þeim boltann.

    Við áttum nokkar mjög góðar spilrispur, og svo nokkrar hættulegar hraðar sóknir, og náðum að skapa okkur fullt af færum. framlínan var ógnandi, og þurftu varnarmenn þeirra að hafa áhyggjur af okkar fremstu mönnum allan leikinn. Miðjan og vörnin voru svo mjög samstíga í að loka svæðum og pressa af þeim boltann.

    En þetta er bara rétt að byrja hjá okkur, leikur 1 af 15. Við þurfum að vera jarðfastir og sjá að við eigum og getum enn bætt okkur á ýmsum sviðum, við getum tekið fullt jákvætt með okkur úr þessum leik og bætt ofan á það. Við getum enn aukið hraða spils hjá okkur, og verið með nákvæmari og markvissari sendingar og hlaup. Höldum áfram að reyna að bæta okkur á æfingum eins og við höfum verið að gera svo vel.

    Og ef við komum í hvern einasta leik með þessu baráttuhugarfari, og alltaf tilbúnir að leggja mikið á okkur, þá er þetta sumar að fara að verða mjög skemmtilegt. Góður leikur strákar og til hamingju með okkur.

  7. Flottur captain Siggi, góð ræða hjá þér!!! góður Dabbi, við sendum baráttukveðjur til baka. 🙂

  8. Þarf ekki að fara að photoshoppa liðsmyndina. Þarna eru ýmsir forkólfar mfl, sem hafa gengið til liðs við andstæðingana og eiga e.t.v. ekki heima á þessari mynd og þá er ég ekki að tala um KFK strákana.

  9. Jú sammaála….. tækla eina góða núna …enda gjamli búin að tana sig flott og flexa hárið betur….. skulum ekki nefna byssurnar serm er heeeel flottar 🙂

  10. já ég væri ekkert á móti því að vera einusinni á liðsmynd 😉

  11. spurning hvað ég fæ borgað fyrir aðra mynd.. Geri ekki svona lagað frítt í dag..;) hehehehe

  12. Góð hugmynd hjá tryggva M. Styð þetta heilshugar, enda jafnfallegur og Jaap Stam á þessari mynd.

    Svo er um að gera að leyfa Óla að vera með gel í hárinu á myndinni, þar sem þetta er eitt af síðastu árum hans……….með hár.

  13. fyrst þið eruð að tala um photoshop þá klippiði kallinn inná hehehe 😉

Skildu eftir svar við haukur á Hætta við svar