Loksin, loksins….

Hér hefur lítið verið skrifað upp á síðkastið en það breytist núna 🙂

En nú má lesa tvo pistla eftir Magga Bö um fyrri leiki:

Fös. 29. jún – Loksins kom sigurinn

Álftanes mætti um daginn liði Hvíta Riddarans frá Mosfellsbæ. Leikurinn var háður á hinum fallega Álftanesvelli að viðstöddum fjölda áhorfenda. Leikurinn var hin mesta skemmtun og sá greinilega hvort liðið var betra. Við sóttum og sóttum án afláts og fengum við mökk af færum sem ekki nýttust. Mikel Herrero fékk dauðafæri en skaut framhjá og lét svo seinna verja frá sér.

Álftnesingar fengu svo frábært tækifæri til að komast yfir þegar vítaspyrna var dæmd á skákmennina í Hvíta Riddaranum. Spyrna rapparans Kjartans Kjartanssonar var hins vegar í slakari lagi að þessu sinni og var varin af markverði Riddarans. Það kom svo þvert gegn gangi leiksins að Riddarar náðu að skáka Álftnesinga með góðu marki.

Við sannir Álftnesingar létum þó ekki bugast og lögðum mikið á okkur. Það þurfti eina breytingu til að það var lögfræðingurinn hjá KB Banka, Hörður Jens Guðmundsson sem náði að koma knettinum yfir marklínuna eftir hornspyrnu. Við vorum ekki hættir og tveimur mínútum síðar fengum við besta færi leiksins, smiðsneminn Guðbjörn Alexander Sæmundsson sem kom sér í ákjósanlegt færi og náði að sóla markvörðinn og átti bara eftir að renna boltanum yfir línuna en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum í hliðarnetið. Slík nýting hefur ekki sést síðan Nwanku Kanu þá leikmaður Arsenal stóða á marklínu og náði að moka boltanum yfir markið.

Við náðum samt að knýja fram sigur því stuttu eftir þetta fengum við hornspyrnu á stórhættulegum stað. Stærðfræðisjéníið Andri Janusson stökk manna hæst í vítateig Riddarans og skallaði boltann glæsilega í netið. Eftir þetta fengum við nokkur ágætis færi sem ekki nýttust. En fyrstu þrjú stigin voru samt komin í hús.

Fös. 06. júl – Kick & Run á Blönduósi.

Þótt ótrúlega megi virðast mættu vaskir Álftnesingar í bæ að nafni Blönduós sem einn helst er fyrir að vera staðurinn sem allir keyra í gegnum en stoppa aldrei á. Markmiðið var ekki að stoppa og taka bensín heldur keppa við heimamenn í knattspyrnu. Eins og á mörgum öðrum stöðum á landsbyggðinni er erfitt að fá fólk til vinnu og þarf því mikið af erlendu vinnuafli til að fylla uppí ákveðin störf. Sama á við um Blönduós sem var vel búið af erlendum leikmönnum svo hægt sé að stunda þessa frábæru íþrótt.

Heimamenn spila hina hefðbundnu landsbyggðartaktík 7-0-3 sem þekktust er sem kick and run. Álftnesingar byrjuðu þó betur og fengu 2-3 ágætis tækifæri til að koma hringlaga knettinum í net andstæðinganna en Erlendur sterkur markvörður þeirra náði að komast fyrir. Heimamenn voru dæmdir rangstæðir um það bil 37 sinnum í leiknum og hefði rangstöðurnar mátt vera 1-2 í viðbót að minnsta kosti. En eina markleiksins skoruðu svo heimamenn þegar leikmaður þeirra var rangstæður og kláraði færið sitt einkar vel.

Ekki batnaði ástandið þegar maðurinn með flautuna ákvað að gefa Birgi Jóhannsyni rautt póstkort fyrir virkilega fallega tveggja fóta renniltæklingu. En þrátt fyrir það sást engin munur á liðinum og reyndum við allt sem í okkar valdi stóð til að jafna leikinn en útlendingahersveitin náði að vinna leikinn 1-0. Svona er fótboltinn bara stundum.

 

________________________________________________________________________________________

Við þökkum Magga Bö fyrir pistlana 😉

Eló

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 31 júlí, 2007.

Eitt svar to “Loksin, loksins….”

  1. Ég skil ekki allveg hvað Magnús er að fara í skrifum sínum?Hann skrifar um fordóma gagvart útlendingum í íslenskri knattspyrnu í einni grein,en í næstu er hann sjálfur kominn á frekar hálann ís þegar hann talar um erlendan markmann og útlendingahersveit hjá HVÖT BLÖNDUÓSI ég spyr eru ekki allir jafnir.kveðja Vignir Hvöt Blönduósi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: