Ísbjörninn niðurlægður

Álftanes mætti líklega slakasta liði 3.deildar í kvöld og sannaði það hvernig á að niðurlægja lið. Það lofar væntanlega ekki góðu hjá liði þegar það byrjar að hita upp 20 mínútum fyrir leik og byrjar á að fá sér sígarettu.

Við vorum hinsvegar veruelga seinir í gang og þeir náðu að troða inn einu marki snemma leiks. Þá urðu einhver herfileg mistök hjá okkar mönnum og einn leikmaður gestanna náði að skora með góðu skoti. Eftir þetta var nánast bara eitt lið á vellinum.

Við náðum þegar yfirlauk að skora 12 mörk. Ég einfaldlega man ekki hvert smáatriði til að lýsa hverju marki fyrir sig en geri mitt besta.

Andri minn ljónshjarta skoraði fjögur mörk í leiknum. Ég man eftir marki númer tvö þegar hann gjörsamlega bombaði boltanum uppí samúel þar sem enginn markvörður í heiminum hefði getað varið þetta skot. Mark 3 og 4 voru dæmigerð AJ anusson mörk, hann sleppur í gegn og leggur boltann framhjá markverðinum. Vel klárað hjá nýbakaða föðurnum sem er kominn með 12 mörk í 7 leikjum.

Guðbjörn í Klingenbergholti hélt okkur á floti í fyrri hálfleiknum með því að skora þrjú mörk. Fyrsta var skallamark eftir herfileg mistök markverju Ísbjarnanna. Annað var skallamark eftir hornspyrnu og ég man ekki hvernig það þriðja var, minnir að það hafi líka verið skallamark eftir hornspyrnu. Frábær leikur hjá hinum orðheppna Gassa 😀

Ingólfur Örn Ingólfsson aka Gnóli skoraði einnig í leiknum þótt ótrúlegt sé og það tveim leikjum í röð. Ótrúlegt að varnarmaður sé kominn með þrjú mörk í átta leikjum en þessi fyrri Egilsstaðabúi hefur smellpassað í liðið hjá okkur.

Arnar útigangsmaður Hólm Einarsson skoraði sitt annað mark í sumar og var jafn ólíklegt og það fyrra. Gegn Birninum notaði hann höndina til að koma boltanum fyrir sig en í þetta skiptið skoraði hann með svo lausu skoti að skjaldbaka hefði getað náð boltanum. Samt sem áður rann boltinn framhjá líklega 4 varnarmönnum Ísbjarnanna og markvörðurinn hreyfðist ekki af línunni frekar en öðrum tímum í leiknum. Hann fagnaði auðvita markinu með nýju tatttoo i fyrir leikinn.

Ari  Leifur „Silent Bob“ Jóhannsson var á varamannabekknum í fyrsta sinn í sumar og smellti sér í nýja stöðu hægri kannt og nýtti sér það til fullnustu og smellti inn einu kvikyndi úr þröngu færi með vinstri fæti held ég sem hlýtur að vera ástæða þess að hann hafi skorað.

Elfar Smári „Antilópa“ Sverrisson skoraði seinasta markið í sínum fyrsta leik í sumar. Hann lagði einnig upp tvö mörk. Hraði hans gaf ísbirninum krampa sem nenntu ekki einu sinni að hlaupa á eftir honum. Þá skoraði hann seinasta markið í leiknum með góðu utanfótarskoti.

Að sjálfsögðu gleymdi ég að minnast á markið hjá drekanum Viktori Ara Viktorssyni sem einnig var að spila sinn fyrsta leik í sumar eftir meiðsli. Hann sýndi hvernig á að moka boltanum yfir marklínuna þegar boltinn hafði rúllað eftir allri línunni. Virkielga gaman að fá Viktor aftur.

Þá verður maður að minnast á rauðhærða undrið Bryngeir Vattnes sem er aðeins 17 ára gamall og kom inná í sínum fyrsta leik á þessu ári. Brummi átti flottar sendingar og hefði með smá heppni getað skorað. Það er nokkuð ljóst að hann er bjartasta rauðhærða vonin á Álftanesinu.

Þá voru aðrir sem spiluðu einnig en það voru þeir Markús Markverja, Siggi „pulsa“ Baldursson, Maggi „ekki mix“ Ársælsson, Pétur „get ekki skorað“ Gíslason, Birkir Freyr „vélmennið“ Hilmarsson, Ronnarong „speedy Gonzalez“ Wongmahathai, Þórhallur „mighty mouse“ Björnsson, Gissur „gullrass“ Gíslason,

 

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 7 júlí, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: