Næsti leikur gegn Ísbirninum

Eftir verulega sárt tap gegn liði Berserkja er komið að næsta leik þar sem við mætum liði Ísbjarnarins. Við mættum þeim í fyrstu umferð og vissum ekkert í hvað við vorum að fara útí. Yfirburðir okkar manna í þeim leik voru með eindæmum og máttu þeir þakka fyrir að tapið hafi ekki verið stærra en 7-0.

Lið Ísbjarnarins byrjaði mótið heldur brösulega og töpuðu fyrstu 6 leikjum sínum áður en þeir gerðu svo 2-2 jafntefli við lið Afríku í seinustu umferð. Liðið er líklega komið í betra form núna og því má alls ekki vanmeta liðið þrátt fyrir að við eigum að vera með talsvert sterkara liðið. Þeir stóðu t.d. lengi vel í liði Grundafjarðar  og liði Bjarnarins sem átti í miklu basli með Ísbjörninn. Þá gekk þeim illa að skora til að byrja með en hafa verið að ná að koma boltanum í netið.

Það má kannski líkja tímabili þeirra við fyrsta tímabil KFK þar sem mjög illa gekk í fyrstu tveim umferðunum áður en KFK menn fóru að geta staðið lengur í liðinum. Þeirra sterkasti maður er klárlega Guðmudur Kristinn Vilbergsson en hann hefur meðal annars leikið með liðum eins og Tindastóli í 2. og 3.deild.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 4 júlí, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: