Skrautleg dómgæsla og fyrsta tapið :(

Við spiluðum okkar allra slakasta leik í sumar og vorum í bullandi vandræðum gegn stekru liði Berserkja. Loksins fengum við alvöru lið á móti okkur og áttum við í miklum vandræðum með öskufljótan framherja gestanna. Við náðum þó forystu í leiknum þegar Ingó skoraði eftir aukaspyrnu, virkilega vel klárað hjá Ingó. Undirritaður var ekki einu sinni búin að lesa upp markaskorarann þegar þeir voru búnir að jafna.

Fyrri hálfleikurinn var bara vel dæmdur miðað við það sem átti eftir að gerast í síðari hálfleik. Þeir náðu inn marki eftir ca 10 mín í seinni hálfleik þegar sóknarmaður þeirra náði einhvejru draumaskoti. Við tókum hraða miðju eftir að dómarinn hafði flautað en hann lét endurtaka miðjuna sem var fáranlegur dómur.

Við náðum samt að jafna þegar Maggi skoraði gott mark eftir góða fyrirgjöf frá hægri. Leikurinn var galopin og bæði lið klárlga að sækja til sigurs. Dómarinn var löngu búinn að missa öll tök á vellinum og fór að flauta hægri vinstri og nær alltaf einhver fáranlegur dómur og fór þetta mikið í taugarnar á báðum liðum. Þeir komust yfir með góðu marki og stuttu seinna fengum við gefins vítaspyrnu. Siggi fyrirliði fór á punktinn og tók líklega slökustu vítaspyrnu sem sést hefur á Álftanesvelli í háa herrans tíð og markvörður Berserkja náði að verja.

Stuttu seinna skoruðu þeir seinasta mark leiksins og unnu 4-2 sigur. Þetta þýðir að allt er galopið í riðlinum í stað þess að við værum að stinga af. Það verður því að berja sjálfstraust í mönnum og fara að spila af viti á ný ef við ætlum okkur í úrslitakeppnina og vinna riðilinn. Virkilega slakur leikur hjá okkar mönnum og nú verða menn að girða sig í brók og gefa allt í leikina og spila boltanum eins og við höfum gert svo vel það sem af er sumri.

 

Engin meiri neikvæðni frá mér heldur ætlum við að keyra þetta í gang og halda áfram að WIN WIN WIN. Koma áfram Álftanes

Kv. Bö maður

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 1 júlí, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: