Næstu andstæðingar: Berserkir

Á fimmtudaginn kemur mætum við liði Berserkja á Forsetavellinum á Álftanesinu en leikurinn hefst kl: 2000 á amerískum hertíma. Berserkjum var spáð efsta sæti riðilsins af sérfræðingum fótbolta.net (ath ég var ekki einn þeirra) en þeir hafa tapað tveimur leikjum það sem af er og unnið 4.

Berserkur er orð sem haft er um mann sem klæddur er bjarnarfeldi Ber = Björn og Serkur er flík. Einnig er hægt að nota það sem lítt klæddur maður það er að segja maður á berum serk. Stundum er talað um að ganga Berserksgang en þá er verið að meina aðili sem hefur algjörlega enga stjórn á skapi sínu og er líklegur til að ráðast allt sem á vegi hans verður. Þá er talað um berserksgang þegar maður missir alla dómgreind og getur ekki greint milli vina eða óvina. Þá er talað um Berserki sem einskonar utangarðsmenn eða glæpamenn í samfélaginu. Allt má þetta rekja til baka til íslendingasagna.

Við ætlum svo sannarlega að vona að það verði ekki genginn Berserksgangur í leik okkar á fimmtudag. Við höfum þrisvar mætt Berserkjum í deildarleik í þriðju deildinni og voru viðureignir liðanna ansi hreint skemmtilegar. Fyrsti leikurinn endaði með 5-5 jafntefli á Forsetavellinum og sá næsti 1-1 á Víkingsvelli. Þriðji og seinasti leikur liðanna endaði með flottum 6-3 sigri. Við erum á toppi riðilsins með fullt hús stiga og ætlum engan vegin að gefa það eftir og stefnum ótrauðir á að halda því áfram. Berserkir spila annars heimaleiki sína á gervigrasinu hjá Víkingi og vilja kalla það Berserkjahraun en við vitum betur enda keyrðum við framhjá Berserkjahrauni rétt hjá Grundafirði um seinustu helgi.

Fimmtudagur kl 20:00 og gaman væri nú að trommusveitin Klemenz láti nú loksins sjá sig og styðji við bakið á okkur.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 28 júní, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: