Win Win Win

Já við héldum uppteknum hætti og unnum frábæran útisigur á liði Grundafjarðar sem sat í 2.sæti riðils okkar. Við vissum snemma í vikunni að við yrðum án Sigga Bryn sem er að þjálfa 6.flokk og þeir eru staddir á Shellmótinu í Eyjum. Þá var Þórhallur dæmdur í leikbann vegna fjögurra (líklega ranglega dæmd) gulra spjalda og þá forfallaðist Andri Jan seint á föstudagskvöldi.

Við létum það ekki á okkur fá og mættum vel stemmdir á Grundarfjarðarvöll og ætluðum að sækja okkur þrjá punkta í punktakerfi C riðil 3deildar. Það ætlunarverk tókst og sungu allir ludacris All i do is win í leikslok.

Við vorum miklu betri í fyrri hálfleiknum og ljóst að þeir ætluðu að sitja aftarlega á vellinum og reyna beita hröðum sóknum. Þær stöðvuðu nær allar á sterkri varnarlínu okkar. Við fengum nokkur ágætis tækifæri til að komast yfir áður en markið lét loksins sjá sig á 37.mínútu. Markið var einkar glæsilegt en þá lék Kristján nokkur Lýðsson vel á varnarmann heimamanna og komst upp að endamörkum hægra megin og sendi á Gasman Klingenberg sem þurfti ekki mömmu sína til að spá fyrir um hvort boltinn mundi fara yfir marklínuna. Þess má til gamans að Lýðsson jr. var að leika sinn fyrsta leik í byrjunarliði á Íslandsmóti síðan hann lék með stórliði KFK fyrir 2 árum.

1-0 í hálfleik.

Grundfirðingar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og fengu sitt eina færi í byrjun hálfleiksins en við björguðum vel. Þegar líða tók á hálfleikinn fóru þeir að reyna taka meiri áhættur sem gerði það einungis að verkum að við skoruðum annað mark á 79 mínútu. Þá höfðum við átt nokkur góð færi í þeirri sókn sem endaði á því að Dói renndi boltann út á vítateigslínuna á Birki sem negldi boltanum rétt undir slánni óverjandi fyrir markverju Grundfirðinga. Glæsilegt mark hjá Birki í fyrsta leik sínum á íslandsmótinu þetta sumarið en hann hafði komið inná sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks.

Gasmaðurinn náði reyndar að bæta við marki sem dæmt var réttilega af vegna rangstöðu og þá brenndi Arnþór af dauðafæri þegar hann þurfti bara að renna boltanum yfir línuna en hitti ekki boltann. Því glæsilegur sigur 2-0 og sýndum við það hversu góða breidd við höfum og maður kemur í manns stað. Við höldum því áfram að „all i do is win“.

KV. Bö maður

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 25 júní, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: