Næstu andstæðingar: Grundarfjörður

Enn og aftur er komið að því að kynna næsta lið sem við mætum en við höldum einmitt í víking og smellum okkur til Grundarfjarðar. Til að byrja með þá hefur undirritaður aldrei komið til Grundarfjarðar og verður því bærinn að teljast harla ómerkilegur þar sem ég hef komið til flestu útnára landsins en aldrei til Grundarfjarðar.

Ef við byrjum á Basic information þá er bærinn 148 ferkílómetrar að stærð og á seinasta ári bjuggu þar 908 íbúar. Grundarfjörður er með póstnúmerið 350 og er milli Ólafsvíkur og Stykkishólms. Grundarfjörður stendur við Kirkjufell og er helsti atvinnuvegir þess sjómennska og fiskvinnsla. Það merkilega við þennan bæ er einnig að hann var einn af sex fyrstu bæjum sem öðluðust kaupstaðaréttindi á Íslandi enda þykir bærinn vera með verulega góða höfn og fjörðurinn mjög skjólgóður. (við skulum vona hið besta með veðrið).

Annað held ég að ég viti ekki um Grundarfjörð nema það að ég held að Nói Albinói hafi verið tekin upp þar og átti að vera skítapleis á vestfjörðum. Líklega fyrirtaks staður til að spara sér bensínkostnaðinn þar.  Grundfirðingar virðast hafa gaman af því að skipta um liti á búningum sínum en þeir spiluðu í gulum búningum þegar ég mætti þeim með KFK í fyrra og svo hvítum þegar við spiluðum við þá í deildarbikarnum. Nú eru þeir í bláum búningum sem þýðir það að við gætum þurft að spila í gulum búningum sem undirritaður hefur fengið að láni. Þá man ég eftir að hafa mætt Grundfirðingum á Víðismótinu í 6.flokki líklega í kringum 94-95′ og endaði Andri Janusson 7.flokksleikmaður sem markahæsti leikmaðurinn í mótinu (líklega eftir fullt af stoðsendigum frá næstmarkahæsta leikmanni mótsins. Mér 🙂

Tónlistarlíf bæjarins er ekkert til að hrópa húrra fyrir enda leitaði ég uppi að hljómsveitum sem kæmu frá bænum og fann ég einungis einhverja hljómsveit sem heitir Nögl og Rauðir fiskar. Tel ólíklegt að einhverjir hafa heyrt um þessar hljómsveitir en ég hef heyrt um Endless Dark en hún er víst aðallega frá Ólafsvík með einum meðlimi frá Grundarfirði.  Ég tel líklegt að danska sé móðurmál Grundfirðinga og uppáhaldslag alla þeirra sé Kun for mig sem gerði allt vitlaust í útvarpinu í ca 2 vikur.

Grindfirðingar fengu aðeins 5 stig allt seinasta sumar en virðast margfallt sterkari í ár og eru komnir með 13 stig og með sigri gætu þeir komist uppfyrir okkur. Eitthvað sem ekki má gerast. Þjálfari liðsins Hermann Geir Þórsson hætti sem þjálfari í vikunni og er það skarð fyrir skildi. Vörnin virðist vera þeirra aðalsmerki enda einungis búnir að fá 3 mörk á sig og skora 16.  Þeirra helsti markaskorari er Ragnar Smári Guðmundsson 25 ára fyrrum leikmaður Víkings frá Ó. Þá fengu þeir annan Ólafsvíking að láni Ólaf Hlyn Illugason kornungan gutta sem er búinn að skora 3 í 4 leikjum.  Ég get því miður ekki sagt meira um liðið nema að þetta er allt annar hópur en sá sem mætti okkur í deildarbikarnum í vor.

Það má því búast við hörkuleik á Laugardaginn á Grundarfjörður Stadium kl. 1400. Við hvetjum alla Álftnesinga til að taka sér 1 og hálfs tíma rúnt til að horfa á verulega fallegt knattspyrnulið leggja heimamenn að velli.

Kveðja. Bö maskínan

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 21 júní, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: