Léttur skyldusigur gegn Afríku

Já seinasta fimmtudag öttum við kappi við lið Afríku sem hafði ekki unnið leik í tvö ár. Það var engin breyting á því á fimmtudaginn. Það virtist sem menn hafi komið inn í leikinn með vott af vanmati sem var kannski eðlilegt. Það var klárt mál hvort liðið væri mikið sterkara og hefðum við átt að skora snemma. Andri Jan slapp einn í gegn en lét verjafrá sér. Nokkrum mínútum seinna slapp hann aftur í gegn og sólaði markvörðinn sem felldi hann.

Markvörðurinn slapp með gult spjald sem er frekar skrítið. Fyrirliðinn steig á punktinn en lét verja frá sér. Um það bil tveimur mínútum seinna fengum við annað víti. Þá áttum við skot sem var varið rétt við marklínu með hendi og víti dæmt og aftur eingungis gult spjald. Andri Jan tók vítið og skoraði örugglega.

Við náðum að bæta við tveimur mörkum fyrir hlé enn í fyrra skiptið slapp Arnþór einn í gegn og sólaði markvörðinn og skoraði úr þröngu færi. Hans fyrsta mark í sumar þrátt fyrir urmul færa sem mun hafa fært Gissuri varamarkverði 3 pulsur og kók á bæjarins bestu frá Sigga Bald en þeir höfðu tekið veðmál um hvort Dói mundi skora í sumar.

Andri bætti svo við marki fyrir hlé og kom okkur í 3-0 og þá verð e´g að nefna dauðafæri aldarinnar þegar Guðbjörn skaut í stöng þegar hann stóð nánast á marklínu í miðju markinu.

Við byrjuðum síðari hálfleikinn af krafti og skoruðum fljótlega tvö mörk. Það fyrra skoraði Guðbjörn með skalla og það seinna skoraði Maggi líka með skalla. Glæsileg mörk þar á ferð. Kristján Lýðs skoraði svo sjötta markið þegar hann slapp einn í gegn og klobbaði markvörðinn snyrtilega. Þetta var farið að fara verulega í taugarnar á afríkumönnum sem misstu mann af velli fyrir að slá til Þórhalls á miðjunni.

Afríkumenn náðu þó að minnka muninn með virkilega fallegu marki alveg uppí samskeytin óverjandi fyrir Markús. Þá lét annar Afríkumaður hennda sér útaf fyrir einhvern heimskuskap að hrinda eða slá okkar leikmann. virkilega leiðinlegt að hafa svona lið í deildinni. Við náðum samt sem áður ekki að skora fleiri mörk þrátt fyrir urmul af færum og hefðum líklega átt að vinna leikinn svona 17-1

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 19 júní, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: