Þolinmæðissigur gegn Birninum

Álftanes lék sinn fjórða leik á Íslandsmótinu í ár og hélt uppteknum hætti með góðum sigri gegn Birninum. Fyrri hálfleikurinn var nánast einstefna að marki Bjarnarins enda vorum við með sterkan vind í bakið. Við náðum að skora að flest öllum virtist vera löglegt mark en þá skallaði Dói boltann í netið. Aðstoðardómarinn flaggði hins vegar ragnstöðu.

Þrátt fyrir urmul tækifæra náðum við ekki að skora. Við byrjuðum síðari hálfleikinn hinsvegar vel og skoraði Arnór gott mark þegar hann fylgdi vel á eftir skot frá´Guðbirni og kom okkur yfir. Eitthvað virðist vera sem við höfum verið of uppteknir afþví að fagna því þeir jöfnuðu í næstu sókn. Aftur komumst við svo yfir þegar Dói kom sér í góða stöðu og lagði boltann fyrir markið á Andra sem skoraði í autt mark. Vel gert hjá okkar mönnum.

Bjarnarmenn náðu hinsvegar aftur að jafna þegar Markús braut klaufalega á sér á mann sem var engan vegin nálægt því að fara skora. Fyrrum leikmaður Álftaness Torfi Bryngeirsson skoraði markið úr vítinu. Við létum mótlætið ekki á okkur fá og skoruðu frábært mark þegar um 10 mínútur voru til leiksloka. Við fengum þá aukaspyrnu á hættulegum stað og lögðum boltan út og þaðan innfyrir á Andra sem skoraði af harðfylgi úr þröngu færi. Frábært mark og virkilega vel útfært.

Björninn reyndi að gera hvað þeir gátu án þess að skapa sér færi til að jafna. Við refsuðum og skoraði Arnar Hólm gott mark sem líklega var ólöglegt þar sem Arnar lagði boltann snyrtilega fyrir sig með höndinni. Þá rak Ronni seinasta naglann í kistu Bjarnarins með góðu marki eftir fyrirgjöf frá Sigga Bald. Skiptingarnar sem Tóti gerðu heppnuðust allar fullkomlega og gerðu allir sitt. Ronni og Arnar skoruðu og Siggi lagði upp mark. Við erum að sanna að við erum með eitt allra best spilandi liðið í þriðju deild og vona ég að við höldum áfram á sömu braut.

Markús – Pétur Örn, Siggi, Ingó, Ari Leifur (Arnar Hólm) – Arnþór (siggi bald)  Þórhallur, Gassi, Arnór – Maggi (Ronni), Andri

Sigg fékk gult fyrir ekkert, Þórhallur fyrir brot og Arnór fyrir brot.

~ af Magnús Böðvarsson á 9 júní, 2011.

2 svör to “Þolinmæðissigur gegn Birninum”

  1. flott strákar! Ánægður með ykkur. Get ekki beðið eftir að tækla einvern af ykkur úr liðinu þegar ég kem heim 😉

  2. Núna vantar like takkann á commentið hans Fannars.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: