Næsti andstæðingur: Björninn

Getrauninni er að sjálfsögðu lokið og við spurðum að sjálfsögðu um Sigurð Heiðar Baldursson aka Siggi Bald, aka pulsi. Næstu andstæðingar Álftaness eru samt sem áður afkvæmi Fjölnis og mun heita Björninn.

Björninn er upphaflega Íshokkífélag með starfsemi sína í Grafarvoginum. Þegar Fjölnir ákvað að stofna varalið var nafn Íshokkífélagsins fengið að láni. Þegar ég leitaði á wikipedia af Birninum fann ég viðkomandi upplýsingar.

Bjarndýr skiptist niður í sjö ættkvíslir sem dreifast niður í þrjá undirflokka.

1. Skógarbjörn – Sýrlandsbjörn, Grizzly björn, Kodiak Björn, Himalaya skógarbjörn og Atlasbjörn.

2. Ísbjörn

3. Svartbjörn

4. Kragabjörn

5.Malajabjörn(sólbjörn)

6.Letibjörn

7. Panda

Við vonum að sjálfsögðu að liðsmenn bjarnarsins séu í sjötta flokknum.

Lið Bjarnarins er eins og við búnir að spila 3 leiki á tímabilinu. Í þeim fyrsta gerðu þeir 3-3 jafntefli við Skallagrím í leik sem var örugglega líkur leiknum við okkur nema Skallarnir fengu 2 víti í þeim leik og það seinna í uppbótartíma.

Í öðrum leiknum töpuðu þeir á útivelli gegn Grundfirðingum og unnu svo Afríku sannfærandi. Ég kíkti á þann leik og sá að þeir voru með flinka stráka sem kunnu að spila fótbolta. Þeir voru samt sem áður smá ótraustir aftast en með spræka sóknarmenn sem refsuðu. Það má því búast við hörkuleik við Björninn.

Álftanes hefur tvisvar áður spilað við Björninn og unnið þá báða fyrst 2-1 og svo 3-1.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 6 júní, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: