Góður fyrri hálfleikur nóg til að sigra Skallagrím

Hópur af ungum sprækum Álftanesdrengjum héldu í víking til nes þess er kennt er við Borga. Menn mættu gríðarlega vel stemdir til leiks og gjörsamlega yfirspiluðu yfir gulklædda heimastráka í fyrri hálfleiknum. Við fengum nokkur góð tækifæri til að skora snemma en okkur tókst því miður ekki að koma leðurtuðrunni yfir marklínuna fyrr en á 22.mínútu þegar Guðbjörn Alexander Sæmundsson náði að hausa boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá ég man ekki hverjum enda skiptir það ekki öllu máli.

Við vorum ekki nema fimm mínútur að bæta við marki en þá sparkaði Arnór boltanum í Andra Jan og boltinn hrökk í markið. Algjörlega mark Andra sem fangaði með því að benda vísifingri upp í loftið. Eitthvað virtist dómaranum þessi niðurlæging leiðinleg og ákvað að taka til sinna ráða og smella einu stykki vítaspyrnu til Borgnesingana sem var algjörlega útúr kortinu enda braut Gassi aldrei af sér heldur tók boltann. Auk þess sem boltinn var ekki einu sinni að fara í átt að markinu heldur útúr teignum. Fáranlegur dómur.

Guðbjörn var ekki sáttur með dómarann þar og ákvað að taka miðjuna, og fá skotfæri og negla boltanum af 20 metra færi alveg uppí bláhornið. Gjörsamlega óverjandi fyrir markverju heimamanna. Guðbjörn fagnaði markinu ákaflega og hóf söng á laginu Viva Forever með spice girls. Dómarinn var ekki par sáttur við það og ákvað að flauta til hálfleiks.

Síðari hálfleikurinn var svo ekki uppá marga fiska. Við ætluðum að halda áfram að rúlla yfir landnámsmanninn Skallagrím en enduðum bara í háloftaspyrnum og þeir gul grænklæddu stjórnuðu nánast leiknum. Þeir voru samt sem áður ekki að fá nein færi en náðu samt að minnka muninn. Þá fengu þeir hornspyrnu og ákvað Ari Leifur ákvað að flikka boltanum glæsilega í eigið net. Flott Ari! Allavega flottari en gaurinn með augun.

Andri Jan fékk svo dauðafæri eftir þetta en skaut naumlega framhjá þá varði markverjan glæsilega frábæran skalla frá Ronna eftir góða fyrirgjöf frá Arnþóri. Maðurinn með flautukonsertana vildi greinlega fá aðeins meiri spennu í leikinn og fór að gefa andstæðingunum allar aukaspyrnur og innköst sem við áttum að fá og nánast eins og hann væri að reyna að fá Skallana til að jafna leikinn. En við höfðum stærri pung (svipað stórann pung og Ingó er með)  og kláruðum leikinn og tókum með okkur þrjá punkta.  Níu punktar eftir þrjá leiki. Fullt hús stiga er nákvæmlega það sem við vildum.

Við hleyptum leiknum uppí óþarfa spennu gegn andstæðingi sem við ættum að vera valta yfir og því gott ða klára leik þar sem við spilum 45 mínútur hrikalega. Á myndinn hér að ofan má sjá (Skalla) Grím Karlsson afhenda Álftnesingum þrjá punkta fyrir sigur í leiknum.  Eins og þið sjáið hér að neðan þá hafði basicly ekkert annað að gera en að fara í paint.

Liðið 

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 2 júní, 2011.

Eitt svar to “Góður fyrri hálfleikur nóg til að sigra Skallagrím”

  1. klassa umfjöllun Bö, en af hverju er ég svona lítill og feitur í Paint-inu?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: