Næsti leikur á morgun við Skallagrím

Álftanes mætir á morgun Skallagrími frá Borganesi kl 1400 á heimavelli Borgnesinga. Það er uppstigningadagur á morgun og því hægt að spila kl 14:00.

Grímur Úlfsson þekktastur sem Skallagrímur Kveldúlfsson,  var landnámssmaður í Borgarfjarðar og Mýrarsýslu. Hann fékk fljótt viðurnefnið Skallagrímur enda orðinn skollóttur um 25 ára aldur.  (Held þetta sé algengt þarna fyrir vestann. Spurning hvort fyrrum leikmaður okkar Höddi sé þaðan).

Grímur var sonur Úlfs (Kveld-Úlfs), sonar Brunda-Bjálfa (AKA Arnar Hólm, alltaf að brunda á bjálfa)  og konu hans Salbjargar Berðlu-Káradóttur. Þeir feðgar, Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur, fóru til Íslands eftir að Haraldur hárfagri lét drepa Þórólf Kveld-Úlfsson vegna rógburðar Hildiríðarsona (meiri druslan þessi Hildur) og vildi ekki bæta vígið. Þeir voru vinir Ingólfs Arnarsonar og höfðu haft spurnir af landnámi hans á Íslandi. Þeir sigldu hvor á sínu skipi. Kveld-Úlfur dó í hafi og varpaði stýrimaður hans, Grímur háleyski Þórisson, kistu hans fyrir borð samkvæmt fyrirmælum hans en sigldi síðan inn í Borgarfjörð og lenti skipinu þar.

Skalla-Grímur lenti skipi sínu við Knarrarnes á Mýrum. Hann kannaði svo landið „og var þar mýrlendi mikið og skógar víðir, langt á milli fjalls og fjöru. En er þeir fóru inn með firðinum, komu þeir á nes það, er þeir fundu álftir; það kölluðu þeir Álftanes.“ Grímur nam svo Mýrasýslu alla og Borgarfjörð suður til Andakílsár. Kista Kveld-Úlfs fannst rekin í Borgarfirði og reisti Skalla-Grímur bæ sinn skammt þar frá og kallaði Borg og fjörðinn Borgarfjörð. Menn þeirra feðga og frændur fengu svo land í landnámi hans.

Kona Skallagríms var (Hvað er hún að)  Bera Yngvarsdóttir og börn þeirra voru ÞórólfurEgill, Sæunn amma Björns Hítdælakappa og Þórunn kona Geirs auðga, sonar Ketils blunds landnámsmanns í Þrándarholti

Um knattspyrnulið Skallagríms er lítið hægt að segja nema þeir eru komnir með 4 stig eftir 2 leiki. Skorað 8 mörk og fengið 7 á sig. Það er því mikið skorað í leikjum Skallanna. Við unnum þá 3-0 í deildarbikarnum en vorum einum fleiri nánast allan leikinn. Liðin hafa mæst 6 sinnum í leikjum á vegum KSí. Álftanes hefur unnið 4x og tapað einu sinni og gert einu sinni jafntefli. Markatalan 14-8  af leikmönnum sem spila nú með Álftanesi hafa skorað mörkin. Andri Jan 3. Guðbjörn 2, Ronnarong 2, Elfar, Þórhallur og Siggi Bryn.

~ af Magnús Böðvarsson á 1 júní, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: