Góður sigur gegn Kára

Meistaraflokkur Álftaness mætti Akurnesingunum í liði Kára á laugardaginn var á Forsetavellinum á Álftanesi. Við höfðum mætt þeim í deildarbikarnum í vor þar sem við klúðruðum unnum leik niður í jafntefli. Við vorum greinilega búnir að læra þá lexíu að leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaður af og kláruðum þennan með stæl.

Það var lagt upp með að halda tempóinu í leiknum háu og reyna keyra andstæðingana út. Við náðum lengi vel að halda góðu tempói á leiknum og halda háloftaspyrnum í lágmarki í fyrri hálfleik. Við náðum inn frábæru marki snemma þegar Þórhallur átti góða sendingu úr aukaspyrnu beint á eina skallablettinn á hausnum á Ingólfi sem  flikkaði boltanum skemmtilega í netið.

Við hefðum átt að bæta við mörkum í fyrri hálfleik og fékk Arnþór tvö mjög góð færi til að skora en brást bogalistin. Pétur Geir fyrrverandi leikmaður okkar fékk þeirra besta færi en ekki var að spyrja að því að Markús kláraði það eins og honum einum sæmir.

Vörnin var eitthvað sofandi í upphafi síðari hálfleiks því við hleyptum þeim inní leikinn þegar þeir náðu að jafna. Þá átti fékk sóknarmaður þeirra góða sendingu milli miðvarðana og sólaði Markús og skoraði í autt markið. Við vorum reyndar heppnir að lenda ekki undir stuttu seinna þegar þeir áttu hættulega hornspyrnu.

Við komumst svo yfir stuttu seinna þegar Maggi átti frábæra sendingu innfyrir á vel tímasett hlaup hjá Andra sem tók sinn tíma og kláraði færið af yfirvegun og kom okkur yfir. Við gerðum nokkrar breytingar snemma í seinni hálfleik og komu allir menn virkilega tilbúnir inná og tilbúnir að leggja mikið á sig.  Ronni tætti upp vörn andstæðinganna en við náðum ekki að skora.

Það var svo Andri sem kláraði leikinn fyrir okkur með góðu skoti frá vítateigslínu á 86.mínútu eftir góðan undirbúning hjá Ronna. Sigurinn var virkilega sterkur gegn góðu liði Kára og var það úthaldið og baráttan sem skilaði miklu í dag. Maður leiksins var útnefndur Guðbjörn Klingenberg Sæmundsson en hann átti frábæran leik á miðjunni og vann líklega 39 skallabolta í leiknum.

Liðið: Markús – Pétur Örn, Siggi, Ingó, Ari Leifur (Addi) – Arnór (Ronni), Þórhallur (Kristján) Guðbjörn, Maggi – Arnþór (Arnar Hólm) Andri

~ af Magnús Böðvarsson á 29 maí, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: