Fyrsti heimaleikurinn á Laugardaginn

Á laugardaginn kemur spilum við Álftnesingar okkar fyrsta heimaleik á þessu ári á Forsetavellinum á Álftanesi. Leikurinn hefst kl 1400 og hver veit nema nýjir búningar láti sjá sig. Andstæðingar okkar í leiknum er lið Kára frá Akranesi. Ég fletti upp Kára upp á wikipedia og fékk þessar niðurstöður.

Kári er karlmannsnafn sem er líklega dregið af orðinu Kárr eða hrokkið hár (hér með köllum við Andra Jan Kára). Nafnið er einnig notað sem persónugervingur vinds. (Vonum að hann haldi sig heima á laugardaginn) Það er hugsanlega vegna rómverska nafninu á norðvestan vindinum caurus eða corus.

Núlifandi Íslendingar með nafnið eru 590 manns með það sem aðalnafn en 386 sem seinna nafn. Frægustu Kárarnir sem ég man eftir eru t.d. Kári Stefánsson, Kári Steinn Reynisson, Kári Kristján Kristjánsson,  Sigurður Kári Kristjánsson og Kári Ársælsson

Snúum okkur af knattspyrnunni aftur. Káramenn (liðið Kári ekki stuðningsmannaklúbbur Fjölnis) sigruðu Afríku örugglega í 9-3 í fyrsta leik þar sem stórstjarna þeirra Gísli Freyr Brynjarsson skoraði 4 mörk á fyrstu 34 mínútunum.  Við spiluðum við þá í lengjubikarnum og gerðum 1-1 jafntefli í leik sem við áttum að vera löngu búnir að klára. Þá er reynsluboltinn Valdimar K Sigurðsson enn í fullu fjöri hjá þeim en hann er aðeins 43 ára gamall.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 24 maí, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: