Ísbjörninn aflífaður

Eins og tíðkast á Íslandi í gegnum tíðina þá virðist vera að Ísbirnir séu ekkert sérstaklega vinsælir við Íslands strendur og iðulega teknir af lífi sjáist til þeirra. Dagurinn í dag var enginn undantekning. Við vissum í raun og veru voða lítið um andstæðinga okkar fyrir leikinn en bjuggumst við að formið væri þeirra helsti veikleiki sem kom svo á daginn.

Það sást frá fyrstu mínútu hvort liðið væri augljóslega betra og stjórnuðum við leiknum frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Við náðum inn marki snemma þegar Maggi Ársæls skoraði en boltinn virtist hafa örlitla viðkomu í varnarmanni en það telur ekki. Við fengum alveg urmul af færum og áttum að fá vítaspyrnu þegar Ronni var felldur í teignum en dómarinn dæmdi ekkert.

Mark númer tvö lét standa á sér og við héldum þeim inní leiknum alveg þangað til á ca 40. mínútu þegar við skoruðum mark úr ólíklegustu átt. Nautið Pétur Örn Gíslason af öllum mönnum sem aldrei hefur skorað mark í deildarkeppni eða bikarkeppni hjá KSÍ frá upphafi stangaði boltann í netið nánast frá vítateigslínu gullfallegt mark. Spurning hvort slíkir atburðir eigi eftir að gerast aftur í framtíðinni vitum við ei en vonum hið besta.

Staðan var 2-0 í hálfleik. Dói þurfti að fara hálf meiddur útaf og Andri Jan kom inn af bekknum.

Ísbjörninn var greinliega særður og tók það ekki langan tíma að klára hann af. Andri komst einn innfyrir og sendi boltann óeigingjarnt á Magga Ársæls sem þurfti lítið annað að gera en að labba með boltann yfir marklínuna. Andri sá svo sjálfur um að klára næsta færi sem hann fékk og skoraði örugglega.

Þegar þarna var komið vissi Ísbjörnin af dauðdaga sínum og hætti að sýna mótspyrnu. Tælenski tígurinn Ronnarong Wongmahatahi (eða eitthvað álíka)  (hvað er málið með tælensk nöfn geta þau ekki verið 5-7 stafir eins og venjuleg nöfn) var ekki lengi að nýta sér það og skoraði gott mark eftir góðann sprett á vinstri kanntinum. Við markið var honum veitt mikil heiðursskipting fyrir góða frammistöðu í leiknum.

Nýji leikmaðurinn okkar Arnór sonur Björns, bróðir Þórhalls fyrrum Haukur og með hraða antilópunar náði loksins að skora líklega í fimmtu tilraun og einni stoðsendingu áður þegar hann nýtti sér aukaspyrnu bróður sins og tróð boltanum í netið úr miðjum teignum. Hann náði því miður ekki að fagna markinu því Tóta þjálfara var nóg boðið og tók hann útaf fyrir vikið.

Sjöunda og seinasta markið var svo skorað af hinum heimsfræga (á Íslandi) Klingenberg jr. Gasmann Alexander þegar hann skoraði eftir mikinn darraðardans í teignum. Svo verður maður að minnast á mesta dauðafæri sem hægt er að fá þegar Andri Jan og Maggi Ársæls sluppu einir í gegn og ákváðu að vera hlið við hlið og áttu bara eftir að renna boltanum yfir línuna en ákváðu hvorugir að gera það og biðu eftir að varnarmaður næði að sparka boltanum í horn. Ótrúlega klaufalegt. 7-0 auðveldur sigur.   Núna megum við ekki ofmetnast þar sem þetta er líklega slakasta eða næst slakasta liðið í riðlinum og næstu leikir verða talsvert erfiðari.

Liðið í dag:   Markús (Gissur) – Pétur Örn, Ingólfur Örn, (Hvað er málið með alla þessa erni?)  Sigurður Bryn, Ari Leifur – Arnór(Jökull), Þórhallur(Bjarki), Guðbjörn, Ronni(Kristján Lýðs) – Magnús, Arnþór(Andri Jan)

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 19 maí, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: