Fyrsti leikur í Íslandsmóti: Ísbjörninn

Jájá mikið rétt nú fer alveg að styttast í fyrsta leik Íslandsmótsins og fáum við engan smá mótherja heilan her af Ísbjörnum. Samkvæmt Wikipedia er fræðiheiti Ísbjarnarins Ursus Maritimus og þýðir í raun og veru sjávarbjörn. Ísbjörninn er stærsta rándýr sem fyrirfinnst á landi og tvisvar sinnum þyngri en Síberíutígrar og ljón.  Við vonum að sjálfsögðu að þeir séu nákvæmlega það þungir enda ætlum við að berjast eins og ljón.

Við vitum ekki mikið um lið Ísbjarnarins enda um nýtt lið að ræða sem einungis hefur spilað í utandeildinni. Þeir komust reyndar áfram í 2.umferð í Valitor bikarnum en biðu þar naumlega 10-0 ósigur gegn liði Fjölnis. Sérfræðingur Álftaness um 3.deild karla, Magnús Valur Böðvarsson gat okkur ekkert sagt um lið Ísbjarnarins og þekkti ekki til eins einasta leikmanns liðsins sem verður að teljast met.  Hann gat þó sagt okkur frá því að Ísbirnir lifa óreglulegu lífi, þeir skipta sólahringnum ekki niður í dag og nótt og stundum sofa þeir ekki í marga daga.

Leikurinn í dag hefst klukkan 2000 á hertima. 20:00 á Gervigrasvellinum fyrir utan Kórinn. Trommusveitin Klemenz vinsamlegast boðuð auk allra stuðningsmanna.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 19 maí, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: