Ekkert bikarævintýri í ár

Það verður ekkert úr bikarævintýri hjá Álftanesi í ár eftir 2-0 tap gegn KFS í Fífunni í dag.

Í fyrri hálfleik vorum við mikið mun sterkari aðilinn og hefðum getað skora nokkrum sinnum. Bestu færin fékk Andri Janusson sem slapp tvisvar einn í gegn en lét markvörð andstæðingana verja frá sér. Þeir komust hinsvegar yfir þegar dómari leiksins dæmdi umdeilda vítaspyrnu og sagði að það hafi verið fyrir peysutog sem verður að teljast undarlegur dómur. Þeir skoruðu örugglega úr vítinu og komust þar yfir.

Við byrjuðum einnig betur í síðari hálfleik og vorum líklegir þangað til Addi Butcher fékk að líta tvö gul spjöld með fimm mínútna millibili. Einum færri var verkefnið orðið frekar erfitt en Dói komst mjög nálægt því að skora þegar hann vippaði yfir markvörð gestana úr dauðafæri en boltinn small í slánni. Arnar Hólm fékk svo að líta sitt annað gula spjald á svipuðum tíma og þeir skoruðu annað markið undir lok leiksins þegar boltinn fór af Ronna og í netið sannarlega klaufalegt og því miður 2-0 tap gegn annars ágætu liði KFS.

Markús – Anton, Jökull, Siggi, Elfar – Arnar Hólm, Birkir, Arnþór – Þórhallur, Andri, Gassi.   inná komu svo Maggi Ársæls og Ronni.

Ari Leifur tók út leikbann

Ingó var í fríi vegna útskriftar

Siggi Baldurs, Viktor og Oliver voru ekki með vegna meiðsla

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 30 apríl, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: