Tap gegn Augnablik

Já 2-1 tap gegn Augnablikum og lítið hægt að gera annað en að hrósa mönnum fyrir frammistöðuna í leiknum sér í lagi eftir að dómaranum tókst að eyðileggja leikinn. 

Við byrjuðum leikinn auðvita hræðilega þegar dekkning klikkaði á sóknarmanni Augnablikanna sem slapp í gegn og vippaði boltanum snyrtilega yfir Markús. 1-0 verðskulduð forysta snemma leiks. Það var mikið tempó í leiknum og á 25.mínútu gerðist svo vendipunktur leiksins þegar Guðbjörn er að sleppa einn í gegn og er klipptur niður af varnarmanni andstæðinganna.  Beint rautt og aukaspyrna var það sem við biðum eftir en dómarinn dæmdi ekkert og fengu Augnabliksmenn aukaspyrnu 10 sekúndum síðar. 

Við vorum ósáttir við þetta og fékk Siggi að líta gula spjaldið fyrir að spyrja hvernig hann gæti réttlætt þetta. Fáranlegur dómur. Þá fékk hann rautt fyrir að segja Kópavogsbúi!.   Eitthvað hlýtur það að hafa móðgað dómarann sem rak hann útaf. Í stað þess að vera manni fleiri vorum við orðnir manni færri. 

Dómarinn sleppti svo rauðu spjaldi á Augnablika þegar Andri var sparkaður niður aftan frá. Dómarinn var búinn að missa öll tök á vellinum. Við áttum frekar erfitt uppdráttar það sem eftir var fyrri hálfleiks og bjargaði Markús okkur í tvígang með frábærum markvörslum. 

Það mátti vart sjá hvort liðið var einum færra í síðari hálfleik en Augnablikar skoruðu þegar misheppnuð fyrirgjöf endaði uppí samskeytunum. Við neituðum að gefast upp og náði Ingó að koma boltanum í netið eftir hornspyrnu. Við fengum svo kjörið tækifæri til að jafna undir loks leiks þegar Oliver fékk gott færi en skot hans var laust og beint á markvörðinn og niðurstaðan 2-1 sigur fyrir Augnabliksmönnum.  Við getum samt sem áður borið höfuðið hátt fyrir að berjast allan tímann þrátt fyrir að vera manni færri. 

Markús – Anton, Siggi, Ingó, Ari Leifur

  Arnar Hólm              Birkir Freyr

                             Arnþór

Þórhallur (Elfar)                      Guðbjörn(Oliver)

                          Andri (Kristján) 

Gul spjöld: Andri, Arnar, Anton, Ari, Ingó, Siggi

Rautt: Siggi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 16 apríl, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: