Tilþrifalítið gegn Skallagrími

Þriðji leikur meistaraflokks í lengjubikarnum fór fram í gær þegar við unnum 3-0 sigur gegn Skallagrími. Andri Janusson skoraði tvö mörk og Þórhallur Björnsson skoraði eitt.

Ein breyting var á byrjunarliðinu frá seinasta leik en Viktor Ari á við meiðsli að stríða og kom Ingó inní vörnina í hans stað.

Leikurinn byrjaði frekar rólega og voru liðin að átta sig á spilamennsku andstæðinganna. Það var ljóst frá upphafi að Skallarnir ætluðu að halda sig mjög aftarlega á vellinum og reyna beita hröðum sóknum. Okkur gekk illa að skapa okkur færi til að byrja með. Arnar Hólm átti flott skot af 25 metra færi sem markvörður Skallanna náði að bjarga í horn. Það voru hinsvegar Skallagrímsmenn sem hefðu átt að skora fyrsta mark leiksins þegar sóknarmaður þeirra slapp aleinn í gegn en Gissur í markinu varði stórkostlega en var það nánast í eina skiptið sem eitthvað reyndi á vörnina og markvörð okkar í leiknum.

Á 34.mínútu ákvað einn skallagrímsmaðurinn að smella léttu olnbogaskoti í Ara Leif og fékk að launum rauða kortið frá dómara leiksins Garðari Erni Hinrikssyni betur þekktur sem rauði baroninn og stóð hann þarna undir nafni. Það tók okkur ekki nema 6 mínútur eftir þetta að setja fyrsta markið þegar Arnþór nýtti sér varnarmistök Skallanna og renndi boltanum óeigingjarnt á Andra Janusson sem skoraði í autt markið. Við náðum svo að skora annað mark fyrir hálfleik þegar Þórhallur sendi fastan lágan bolta inní vítateig andstæðinganna og Guðbjörn skoraði en var dæmdur rangstæður.

Skallarnir áttu fá svör í síðari hálfleik og náðum við fljótlega að komast í 2-0 þegar Þórhallur Björnsson náði að koma boltanum í netið eftir að  Arnar Hólm hafi átt gott skot sem markvörðurinn varði. Birkir Freyr hefði átt að skora þriðja markið þegar hann slapp einn í gegn en markvörðurinn var vel á verði.  Andri rak svo smiðshöggið með sínu öðru marki í leiknum en mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri. Spilamennska liðsins var samt sem áður alls ekki nógu góð og líklega eina sem við tökum með okkur úr þessum leik eru stigin þrjú.

Liðið: Gissur Hrafn – Anton H Heimdal (Elfar Smári Sverrisson 60) Sigurður Brynjólfsson (f)  Ingólfur Örn Ingólfsson, Ari Leifur Jóhannsson –  Arnar Hólm Einarsson (Bjarki Magnúsarson 82), Birkir Freyr Hilmarsson, Arnþór Sigurðsson (Kristján Lýðsson 73) – Þórhallur Björnsson (Ronnarong Wongmahathai 84), Andri Janusson,  Magnús Ársælsson (Guðbjörn Sæmundsson 24)

ónotaðir varamenn: Klemenz Kristjánsson, Marvin Ingi Einarsson

gul spjöld: Arnar Hólm Einarsson,  Anton H. Heimdal.

Dómari: Garðar Örn Hinriksson,  dæmdi mjög vel.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 9 apríl, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: