Álftanes vs. Grundafjörður 5-0

Álftnesingar mættu í kvöld liði Grundfirðinga í Akraneshöllinni. Það var alveg ljóst frá byrjun hvort liðið ætlaði sér öll stigin og réðum við lögum og lofum á vellinum og uppskárum stórkostlegan 5-0 sigur. Magnús Ársælsson skoraí autt markið. Hann svaraði fyrir sig með því að gera slíkt hið sama á Andra Janusson í marki númer tvö. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir okkur en við hefðum einnig átt að fá vítaspyrnu en dómarinn dæmdi ekkert.

Síðari hálfleikurinn hófst svo með miklum látum og skoraði Arnar Hólm gullfallegt mark þegar hann lék á varnarmann í vítateig heimamamnna og negldi boltanum glæsilega í netið eitthvað sem enginn vissi að Arnar hefði í sér.

Andri bætti svo við fjórða markinu þegar hann smurði boltann úr þröngu færi uppí samskeytin óverjandi fyrir markvörð heimamanna. Í stöðunni 4-0 og við búnir með leyfilegar skiptingar meiddist Viktor Ari og er líklega með slitið krossband og verður lengi frá. Við létum það ekki á okkur fá og bættum við fimmta markinu þegar Andri skoraði aftur eftir að Maggi hafði lagt hann óeigingjarnt til hliðar. Við hefðum átt að bæta við sjötta sjöunda og áttunda markinu en Andri og Ronni náðu ekki að setja hann. Samt 5-0 sannfærandi sigur í flottum leik sem gefur jákvæð viðbrögð fyrir framhaldið

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 1 apríl, 2011.

2 svör to “Álftanes vs. Grundafjörður 5-0”

  1. Flottur sigur strákar en leiðinlegt að heyra með Viktor. Samt áhugavert að sjá að þessi grein er skrifuð 1. apríl 2011, degi áður en leikurinn fór fram 🙂
    Gangi ykkur vel í áframhaldinu

  2. og aftur var Siggi Bryn bestur á vellinum- hlutlaust mat.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: