Grátlegt jafntefli við Káramenn

Meistaraflokkur Álftaness léku í dag sinn fyrsta leik í deildarbikarkeppni KSí þegar Káramenn voru heimsóttir í Klakahöllina á Akranesi. Skemmst er frá því að segja að leikar enduðu 1-1 þar sem Káramenn náðu að skora mark í blálokin og tryggja sér jafntefli.

Leikurinn hófst af miklum krafti og pressuðum við heimamenn mjög stíft. Það voru hinsvegar Káramenn sem fengu fyrsta færið og hefðu réttilega átt að fá vítaspyrnu í þeirri sókn þegar sóknarmanni þeirra er haldið frá því að pota boltanum yfir línuna. Aðstoðardómarinn flaggaði en dómarinn var ekki á sama máli. Við komumst þó yfir eftir góða sókn þegar A.J. Anusson náði að leggja boltann snyrtilega í netið úr markteig.

Það var nánast eitt lið á vellinum þar sem eftir lifði fyrri hálfleiks og vorum við nálægt því að setja annað mark. Gassi Klingenberg átti þá fasta aukaspyrnu alveg uppí samskeytin sem markvörðurinn varði stórkostlega og þá átti Ari ´Leifur góða fyrirgjöf sem fór framhjá öllum og hafnaði í stönginni. Þá hefðum við átt að fá vítaspyrnu þegar leikmaður Kára ákvað að taka boltan niður með höndinni og negla svo í burtu en dómarinn dæmdi ekkert þrátt fyrir að standa beint fyrir framan atvikið, klárlega víti en ekkert dæmt.

Það var svo allt annað Álftanes lið sem kom inná í síðari hálfleiknum og komust Káramenn þar að leiðandi vel inní leikinn og stjórnuðu hraðanum annað en það sem hafði verið í gangi í fyrri hálfleiknum. Við fengum hins vegar okkar tækifæri og var Andri nálægt því að skora en skot hans fór rétt framhjá. Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum slapp Andri aleinn í gegn en var sparkaður niður aftan frá af varnarmanni Kára en á einhvern óskiljanlegan hátt fékk leikmaðurinn einungis að líta gula spjaldið. Fáranleg ákvörðun hjá dómaranum. Aftur áttum við að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd eins varnarmanns Kára en ekkert var dæmt.

Þeir náðu svo að jafna metin á 87. mínútu þegar sóknarmaður þeirra náði að skalla boltann í netið eftir aukaspyrnu og þar við sat 1-1. Ekki sanngjörn úrslit en við gátum sjálfum okkur kennt fyrir ða klára ekki leikinn.  Liðið: 4-5-1 Markús Vilhjálmsson – Anton Heimdal, Sigurður Brynjólfsson, Arnar Hólm Einarsson, Ari Leifur Jóhannsson – Þórhallur  – Guðbjörn Sæmundsson (Viktor Ari Viktorsson 80) Birkir Freyr Hilmarsson (Oliver Angenot 60) Arnþór , Magnús Ársælsson (Ronnarong Wongmahathai 70) – Andri Janusson (Kristján Lýðsson 85)

~ af Magnús Böðvarsson á 20 mars, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: