Styttist í lengjubikar

Nú er rétt um einn og hálfur mánuður í að lengjubikarinn hefjist og um að gera að líta á liðin sem við erum með í riðli.

Augnablik

Var upphaflega varalið Blikanna en því samstarfi er lokið og eru Blikastrákarnir með liðið sjálfstætt. Liðið olli miklum vonbrigðum á seinasta tímabili og virtist aðalega vanta uppá formið. Ekki má vanmeta blikana því þeir eru til alls líklegir. Álftanes og Augnablik hafa fjórum sinnum mæst. Einu sinni í Visabikarnum og þrisvar i deildarkeppni.  Þrisvar höfum við farið með sigur af hólmi en Augnablik einu sinni.

2007 Visa Bikar.  Álftanes 3 – 1 Augnablik

Mörk Álftaness : Nik Anthony Chamberlain, Björn Ingi Árnason og Meistari Guðbjörn Alexander Sæmundsson Klingenberg.

2009 B-riðill  Augnablik 2 – 4 Álftanes

Mörk Álftaness : Haukur Þorsteinsson, Jón Brynar Jónsson, Sigurður Heiðar Baldursson, Sveinn Guðmundsson

2009 B-riðill  Álftanes 1 – 2 Augnablik

Mark Álftaness : Fannar Eðvaldsson

2009 B-riðill  Augnablik 1 – 3 Álftanes

Mörk Álftaness : Fannar Eðvaldsson, Andri Janusson 2

Grundafjörður

Voru með í fyrsta sinn í mörg ár í 3.deildinni á seinasta tímabili. Liðið endaði í neðsta sæti riðilsins en náði þó að kroppa í nokkur stig og eru með lið sem alls ekki má vanmeta. Álftanes hefur aldrei mætt Grundfirðingum

Kári

Lið frá Akranesi sem er að koma aftur í deildina eftir tveggja ára dvala. Liðið hefur alltaf verið mjög sterkt og með mikið af sterkum akurnesingum sem ekki hafa fengið mörg tækifæri með ÍA. Eins og með Grundafjörð þá höfum við aldrei mætt þeim en búast má við sterku liði.

Skallagrímur

Skallagrímur er það lið sem erfitt er að meta. Það er eins og þeir séu aldrei með sama mannskapinn. Stóðu sig ágætlega í fyrra og voru lengi í baráttu um sæti í úrslitakeppni. Árið áður voru þeir eina liðið sem töpuðu stígi gegn stórveldi Magga Bö KFK. 😀 Liðin hafa mæst 5 x í leik. 3x í deild og 2x í deildarbikar.  Við höfum unnið 3x eitt jaffntefli og eitt tap.

2007 C riðill  Skallagrímur 2 – 2 Álftanes

Mörk Álftaness: Nik Chamberlain, Ómar Bentsen

2007 C riðill  Álftanes 2 – 1 Skallagrímur

Mörk Álftanes Guðbjörn Alexander Sæmundsson Klingenberg, Kjartan Atli Kjartansson

2007 C riðill   Skallagrímur 3 – 1 Álftanes

Mark Álftaness  Guðbjörn Klingenberg Sæmundsson

2009 Lengubikar   Álftanes 3 – 0 Skallagrímur

Mörk Álftaness : Ronnarong Wongmahathai 2  Hilmar Þór Hilmarsson

2010 Lengjubikar  Skallagrímur 2 – 3 Álftanes

Mörk Álftaness Sigurður Brynjólfsson, Andri Janusson, Elfar Smári Sverrisson

 

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 3 febrúar, 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: