Þórhallur Dan Jóhannsson

Þórhallur Dan Jóhannsson var sem fyrr segir ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í vikunni. Hann er reynslumikill knattspyrnumaður með langan og glæsilegan feril að baki einungis 37 ára að aldri. 
Álftanes verður hans fyrsta stóra þjálfaraverkefni en hann hóf feril sinn hjá Fylki árið 1989 aðeins 17 ára gamall. Hann lék með Fylki til ársins 1996 sem sóknarmaður sem og að spila eitt tímabil með KR áður en hann fór sem atvinnumaður til Danmerkur og spilaði þar með Vejle. Þórhallur snéri aftur til Fylkis árið 2000 og lék hann með þeim til ársins 2005 en þá spilaði hann tvö tímabil með Fram og í framhaldi af því spilaði hann með Haukum frá árinu 2007.  Hann hefur því spilað alls 249 leiki og skorað 11 mörk, mestmegnis í efstu deild. 
Ferill hans er því sem fyrr segir langur og flottur í efstu deild en hann hefur spilað í öllum deildum Íslandsmótsins ef 3.deild er undanskilin og ætti því að geta miðlað mikilli reynslu til strákanna okkar.
Kveðja
Maggi
Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 8 nóvember, 2010.

4 svör to “Þórhallur Dan Jóhannsson”

  1. 11 mörk á 14ára ferli — þarf af 7ár sem sóknarmaður er ekkert svakalegt 🙂

  2. sorry 21 ára ferli

  3. búinn að skora 1 mark síðan 1996 það úr víti á móti Afríku 🙂

  4. ertu ekki í vinnu eða eitthvað Halli? leiðist þér 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: