Æfingaplan, dómaranámskeið og Orkulyklar

Það er komið æfingaplan fyrir Apríl hérna hægra megin.

Dómaranámskeið verður haldið á þriðjudag frá kl 19-22. Það verður haldið í íþróttahúsinu. Það er sniðugt að mæta á þetta og fá réttindin. Menn geta fengið frítt á leiki á vegum KSÍ ef þeir fá þetta dómaraskírteini. Einnig á alla landsleiki. Elfar, Fannar og Ari eru búnir að skrá sig, mæli með að fleiri geri það. Tekur bara þennan stutta tíma. Skráning fer fram hér neðar á síðunni undir færslunni um dómaranámskeiðið.

Það er MJÖG slappt að menn geti ekki einu sinni skilað inn blaði(orkublaði) fyrir sjálfa sig. Get ekki séð hvað það geri slæmt fyrir leikmenn að skila inn allavega einu blaði, með sínu eigin nafni á( sem er reyndar mjög slappt). En þess er krafist að þeir leikmenn sem hafa bílpróf og debet og/eða kreditkort skili inn einu blaði með sínu nafni. Þetta mun ekki há mönnum neitt en getur gert það að verkum að félagið fái pening. Finnst eins og mörgum finnist þetta ekki skipta máli en ef svo er þá eru þeir vinsamlegast beðnir um að fara að æfa í úrvalsdeildinni þar sem þeir fá allt upp í hendurnar án þess að leggja neitt af mörkum, Álftanes er ekki svoleiðis félag. Því er haldið uppi af leikmönnum og fáeinum aðilum í kringum félagið.

Þið sjáið nöfnin ykkar neðar á síðunni þið sem ekki hafið skilað neinu blaði. Þið hinir sem hafið skilað inn blöðum getið líka séð hverjir leggja sig virkilega fram fyrir félagið og hverjir gera minna af því.. EITT BLAÐ Á MANN ER ALGJÖRT LÁGMARK.. NÚLL BLÖÐ Á MANN ER EKKI Í BOÐI!

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 11 apríl, 2010.

Eitt svar to “Æfingaplan, dómaranámskeið og Orkulyklar”

  1. Einfalt reikningsdæmi:

    segjum það séu 20 strákar í flokknum og allir eiga 4 vini (þetta gerir 5 lyklar á mann með leikmanninum sjálfum!)

    Nú ef við margföldum þetta saman sést að 100d ælulyklar ættu að vera komnir í dreifingu til styrktarflokknum.

    Og ef allir þessir 100, þótt það taki 2 vikur, hálft ár eða jafnvel lengri tima fari yfir 300 litra þá gerir það: 100 * (2500kr + 300kr (1kr fyrir hvern líter)) = 280.000,- kr!

    Auðveldari fjáröflun til að safna tæpum 300 þús krónum er varla til!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: