Dráttur (úúúúú, ungu strákarnir fá kitl) í Bikar

Jæja piltar. Þá er búið að draga í Bikarkeppni KSÍ.

Við drógumst á móti liði UMFL sem staðsett er fyrir norðaustan, oft sagt að þetta sé eins langt frá Reykjavík og mögulegt er. UMFL kemur frá Þórshöfn á Langanesi. Nú hugsa margir: yeeeeeeeesss, núna fer ég loksins til útlanda, ég hef aldrei komið til Færeyja áður!!   Því miður strákar. Þetta er á Íslandi. En þessi mikli bær telur um 300 íbúa og kindur.

Leikurinn á að fara fram á þeirra heimavelli. Mæting til Þórshafnar ekki seinna en kl 12 þann 8 maí. Farið á einkabílum.

Jæja, svo ég hætti þessu bulli. Þá er UMFL nafnið fengið að láni og er það utandeildarlið Nings sem ber UMFL nafnið í Bikarnum. Ég veit lítið um þeirra lið eeeeeeeen þið getið sótt ykkur upplýsingar á þeirra heimasíðu:  http://ningsutd.blogcentral.is/blog/2010/2/26/bolti-sunnudaginn-28-februar/

Ástæða þess að utandeildarlið notfæra sér hin ýmsu nöfn í Bikar er sú að félag verður að vera skráð undir ÍSÍ til þess að mega taka þátt í keppnum á vegum KSÍ. Utandeildin er ekki tengd KSÍ, allavega ekki félögin og eru því mörg félög sem fá að láni viðurkennd nöfn innan ÍSÍ.

Reiknað verður með að leikurinn fari fram á Forsetavellinum, Álftanesi. Allavega skilst mér það.

Það lið sem fer með sigur af hólmi úr þessari viðureign keppir á móti Þrótti Reykjavík. Mun sú viðureign fara fram á heimavelli sigurliðs okkar leiks.

Áfram Álftanes!!

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 5 mars, 2010.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: