Margt jákvætt gegn Gróttu

Leikurinn gegn gróttu hófst stunvíslega klukkan 18:30 í kvöld. Bæði lið stiltu upp 11 mönnum og því var öruggt að hvorugt liðið ætlaði að gefa eftir.

Gróttu menn skoruðu fyrsta mark leiksins en þar var á ferð Egill Daði en þetta var fyrsta meistaraflokksmark Egilsstaða. Okey, nóg af bulli… Man ekki hverjir skoruðu fyrir Gróttu en ég man að þeir fögnuðu alltaf eins og krákur, ég hálf skammaðist mín fyrir þeirra hönd en ég reikna nú með að þeir geri þetta ekki þegar áhorfendur fara að mæta á leiki. Asnalegt!

En það var jákvætt hvað allir leikmenn okkar liðs börðust vel. Menn vissu það fyrir leikinn að það þýddi ekki að sóla upp allan völlinn og því voru menn að reyna að spila boltanum allan leikinn. Fyrsta mark okkar var mjög vel gert. Elfar vann boltann af bakverðinum, gaf á sigga sem gaf út á kantinn á Fannar  og hann gaf fyrir, boltinn fór af Gróttumanni í markmanninn sem átti ekki von á honum og beint á Sigga sem skoraði í autt markið. Góð staðsetning hjá Sigga og vel unnið hjá Elfari, mjög vel unnið.

Næsta mark var af ódýrari gerðinni miðað við fyrsta og þriðja markið. Enda var það svo ódýrt að ég man ekki hvernig það var. Heyrðu, jú. Það var ekkert ódýrt eftir allt saman, mundi bara ekki hvernig það var en man það núna.. Gassi sendi inn fyrir á Ella köttaða. Hann óð í gegn, skaut en það var varið, hann náði boltanum aftur og skoraði. Flott sending frá Gassa. Gott hlaup hjá Ella, hann kom á blindu hliðina á vörninni. Það er mikilvægt að kantmenn bjóði upp á þennan kost því vörnin hefur oftast ekkert svar við svona hlaupum og ef framherji/ar eru að bjóða sig þá vilja varnarmenn stundum elta og þá myndast svæði fyrir aftan vörnina sem kantmenn eiga að notfæra sér í miklum mæli. Glæsilega gert hjá þeim báðum.

Þriðja markið var svo flott mark hvað gott spil varðar. Fannar bauð sig í stöðu vinstri barkvarðar, sendi glæsilegt hælsendingu á Birki sem sendi til bara í þríhyrning á Fannar sem sendi yfir miðjuna á Magga. Maggi var aleinn milli varnar og miðju Gróttumanna, tók boltann niður, sendi milli miðvarðar og bakvarðar þar sem Kristján Lýðsson kom askvaðandi og sendi fyrir í fyrsta beint á Sigga sem átti ekki í miklum erfiðleikum með að skora. Flott mark sem sýndi og sannaði það að þegar við spilum boltanum þá gerast hlutirnir hratt og mótherjarnir eiga fá svör við svoleiðis fótbolta. Vel gert hjá öllum.

Það er erfitt að velja mann leiksins. Siggi skoraði náttúrulega tvö mörk en það voru bara svo margir sem stóðu sig vel og eiginlega bara mjög vel þrátt fyrir tap. Gissur stendur sig alltaf vel, hann er ungur og á klárlega framtíðina fyrir sér ef hann heldur áfram að æfa af krafti. Hann tekur tilsögn vel og reynir að bæta sig í hverjum leik. Vörnin var að spila glimrandi vel, fyrsti leikurinn hjá þeim öllum saman í vörn. Fínt að hafa einn brjálæðing sem tæklar út um allan völl (annel) og svo einn yfirvegaðan sem getur sent frábæra bolta yfir völlinn ef þess þarf. Öll miðjan stóð sig vel í leiknum. Hlupu mikið enda undirmannaðir sem gat bitnað á vörninni. Maggi var duglegur að hjálpa til og við þökkum honum fyrir það. Takk maggi. 🙂

Margt sem þarf að laga en það er desember og ef allir halda áfram að æfa vel þá er Álftanes til alls líklegt næsta sumar. Ég fullyrði það!!

Þessi grein er Skrifuð af Fannar Eðvaldssyni. Þetta er það sem ég sá úr leiknum. Það sem kemur fram hér að ofan er því ekki skoðun þjálfarans. En líklega er hann sammála mér í mörgu af þessu.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 14 desember, 2009.

Eitt svar to “Margt jákvætt gegn Gróttu”

  1. „Þessi grein er Skrifuð af Fannar Eðvaldssyni. Þetta er það sem ég sá úr leiknum. Það sem kemur fram hér að ofan er því ekki skoðun þjálfarans. En líklega er hann sammála mér í mörgu af þessu“ hehehehe.

    Það er svo mikil snilld að fá þessar umfjallanir hérna, maður er bara fimm ára hehe.

    Ánægður með þetta hjá okkur í dag, sérstaklega með baráttuna og hversu flott spilið var þegar við vorum nógu kúl að reyna að spila boltanum í einni, tveimur.

    Aðalmunurinn var föstu leikatriðin, en eins og Grétar sagði, þá er auðveldara að laga það heldur en ef vörnin hefði verið léleg, sem hún var alls ekki.

    Sáttur með þetta strákar og góð umfjöllun Fannar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: