Æfingatímar fyrir mfl Álftaness

Jæja þá er komið að því eftir langa bið. Æfingar fara að hefjast aftur við erum komnir með 2 æfingatíma og eru þeir eftirfarandi.

Mánudagar: Stjörnuvöllur 19:30 – 20:30

miðvikudagar  Stjörnuvöllur 21:00 – 22:00

Þessir tímar taka gildi miðvikudaginn: 12.október

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 12 október, 2009.

19 svör to “Æfingatímar fyrir mfl Álftaness”

 1. Er þá æfing í kvöld?

 2. Miðvikudaginn 12. október?

  Hvor helmingurinn er villa?

  -Einar S.

 3. Ég myndi halda að þetta eigi að vera á miðvikudeginum 14 okt því þessi færsla er skrifuð í dag.. Annars væri bara sagt: fyrsta æfing í kvöld 🙂
  Veit samt ekkert um það.
  En úúúúú hvað ég hlakka til að byrja í fóbó aftur!
  Kem heim 5 nóv, mæti galvaskur til æfinga í nóvember:D

 4. Snilld!! Mæti ferskur!

 5. snilld!!!, en hvernig er það fáum við líka kórinn ??? kannski eftir áramót?? Og hvað með þjálfara,???

 6. Púff…sæll hvað það verður fínt að hreyfa sig aftur… 🙂 Enda komin tími til… !!!!

 7. Hvernig standa þjalfaramál ?

 8. er ekkert að koma í ljós með þjálfaramálin ?

 9. maggi, er konan buin ad eiga?

 10. Þjálfaramálin eru komin á hreint. Friðbert Húnbogason hefur verið ráðinn þjálfari liðsins.
  Hann er 47 ára, hefur þjálfað hjá mörgum liðum á landinu. Helst má nefna er hann þjálfaði Einherja en þar var hann þjálfari 5 og 6 flokks kvenna í yfir 3 ár. Þar vann hann ófá héraðsmótin í 7 manna bolta og ætti því að þekkja hvað þarf til þess að verða meistari.
  Fyrsta æfing með Friðbert verður í kvöld, væri fínt ef einhver gæti tekið hann með sér frá álftanesi því hann er ekki viss hvar stjörnuvöllur er.

  Bjóðum Friðbert velkominn.

 11. *Jebbs bjóðum Froðbert velkomin á Nesið… ekki veitir af manni með mikla reynslu eins og Friðbert er greinilega hokin af !!!!

  Sjáumst í kvöld piltar !!!!!

 12. Flott að heyra þetta.
  Ég að öllum líkindum kem örugglega í kvöld og reyni að skokka smá ef ég get það!

 13. Þetta hlýtur að vera grín? Ég er með meiri reynslu en þessi gaur og ég hef aldrei þjálfað

 14. Sammála því að þetta hljóti að vera eitthvað grín enda er þessi maður ekki til svo ég viti. Vona a.m.k. að fengin verði reynslumeiri maður til að byggja ofan á það sem búið er að byggja upp.

  Áki

 15. Þetta er dagsatt…..

 16. jæja, boys.. hvað er að frétta? einhver þjálfari?

 17. ??

 18. neibb ekkert en þá… þetta var bara húmorinn hans davids hehe

 19. Sælir Piltar. Ég vildi koma hérna með nokkur komment, sem mér finnst mikilvægt að setja fram, í kjölfar æfingarinnar sem var áðan.

  í fyrsta lagi, þó svo að það sé ef til vill vitlaust hugarfar hjá mér, þá er ég ekki í fótbolta eingöngu til að hafa gaman af því. Að sigra í fótboltaleikjum er það sem á þessu stigi skiptir mig miklu máli. Ég hef alltaf verið tapsár og ég get með engu móti skilið þann sem sem er alveg sama hvort hann vinni eða tapi á æfingu, leik eða jafnvel bara í skallabolta með félögunum. ég hef tamið mér ákveðið vinnusiðferði sem ég fer eftir á æfingum, eins og t.d. það að ef ég missi boltann, þá hleyp ég á eftir honum til að reyna að vinna hann aftur. Ef ég væri eingöngu í þessu til að hafa gaman, myndi ég aldrei spila vörn, því það er skemmtilegra að hanga frammi, eins og mér finnst eiga við svo marga sem eru að mæta á æfingar núna.

  Fótbolti er ekki einstaklingsíþrótt. Ef maður vill spila hann, þá eru tíu aðrir sem gera ákveðnar kröfur á að maður standi sig, óháð því hvar maður spilar á vellinum. Og ef maður gerir ítrekað sömu mistökin aftur og aftur, eins og t.d. lélegar sendingar, þá skil ég ekki af hverju sá hinn sami gerir ekkert í því til að bæta sig. T.d. með því að fara út á battavöll og æfa sendingar. Ef maður er feitur og í lélegu formi, þá þarf ég ekki einu sinni að segja hvað maður gerir í því. Ég geri þessa kröfu á sjálfan mig, og leyfi mér þar af leiðandi að setja þær kröfur á aðra. Markmaður sem kann ekki að grípa, sparka, stjórna vörninni, eða lesa leikinn, er engu betri en keila í markinu. Varnarmaður sem getur ekki lesið leikinn, hlaupið, gefið boltann frá sér, eða þá varist að nokkru leyti, ætti náttúrulega ekki að vera að mæta á æfingar, hvað þá að spila vörn. Það sama gildir um aðrar stöður á vellinum.

  Eins er það óþolandi að menn sem hafa spilað ákveðnar stöður mest allt sitt líf, taka sér aðrar stöður á vellinum, bara af því þeir eru í lélegu formi, eða vilja taka því rólega þessa æfinguna. Ég skil ekki af hverju ég ætti t.d. að vera að spila vörn allan tímann, fyrir þann sem nennir alls ekki að hlaupa til baka. Fyrir mér er ekkert réttlæti í því að ég vinni boltann, gefi boltann frá mér á samherja, sá hinn sami missir hann svo, en hleypur ekki til baka til að vinna hann aftur. Á ég þá að vera að sprenga mig til þess að vinna boltann aftur? Eða eigum við báðir bara að sleppa því að verjast? Eða á ég að sleppa því að gefa boltann á þann mann næstu sóknir?

  Svo vil ég benda á eitt atriði, það að þekkja sín takmörk. Það er eins og sumir einfaldlega þekki ekki styrkleika sína og veikleika. Það kemur ítrekað fyrir að sumir eru að reyna alltof flókna hluti miðað við getu. Brennt barn forðast eldinn er þekkt máltæki, sem sumir virðast alls ekki skilja. Ég get útskýrt það fyrir þeim sem ekki skilja, setjið ykkur bara í samband þegar ykur hentar.

  Hvernig er hægt að spila ekki vörn, þegar staðan er orðin 5-0 fyrir hinu liðinu? Sérstaklega ef maður varnarmaður að upplagi? hvernig er hægt að réttlæta það að það séu alltaf sömu þrír fjórir sem bakka alla æfinguna, þrátt fyrir að staðan sé orðin 10-2? Hvenær, ef ekki þá, fer maður að hugsa með sér:“ ok, það er verið að niðurlægja mig í fótbolta, núna ætla ég að gera eitthvað í málunum.“

  Er þetta vegna þess að það er enginn þjálfari? Skiptir það öllu máli? Vill maður bara vera góður fyrir framan þjálfara sem velur í lið? Ef svarið er já, þá er það að mínu mati eitt mesta karakterleysi sem ég hef orðið vitni að. Það bendir eingöngu til þess að maður sé í þessu algjörlega fyrir sjálfan sig.

  Í dag vorum 27 eða 8 á æfingunni. Hvernig er hægt að ætlast til að ég eða aðrir sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig, séu skiptimenn til þess að leyfa öllum að spila, ef 50% eru á staðnum til að leika sér og hitta félagana?

  Þannig ég hef komist að þeirri niðurstöðu, að mæta ekki aftur á æfingu hjá Álftanesi, fyrr en þjálfari hefur verið ráðinn. Ég hef ekki tíma eða andlegan styrk til að standa í þeirri vitleysu, eins og viðgekkst á æfingu áðan. Eins vil ég leggja það til, að liðunum verði sem fyrst skipt aftur upp í Kfk og Álftanes. Þó svo að það sé leiðinlegt að segja það, og jafnvel gróft, þá er getumunur á ákveðnum aðilum, einfaldlega of mikill til þess að þeir séu samherjar í liði. Ef einhverjir móðgast við þennan lestur, þá biðst ég afsökunar á því. En þetta hefur verið þannig að það er enginn að fá neitt útúr þessum æfingum, og þ.a.l. tel ég mig betur geymdan í gymminu, en á æfingum.

  Með virðingu og vinsemd,

  Siggi Bryn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: