Lokahófið gróf áætlun

Jæja strákar, lokahófið er á næsta leiti og höfum við gert grófa áætlun fyrir daginn. Laugardagurinn 12.september.

Við byrjum daginn um kl. 14:00 á Golfmóti þar sem spilað yrði með Texas Scramble fyrirkomulagi. Fyrir þá sem ekki vita hvernig texas scramble virkar þá eru 2 og 2 saman í liði, allir skjóta sinni kúlu og liðið tekur betri kúluna, leikið er svo eftir höggleik. Þeir 2 sem standa uppi með fæst högg vinna. Gott væri að vita hverjir ætla taka þátt í golfinu og hverjir ekki, einnig gott að vita hverjir eru svona þokkalega vanir og hverjir algjörir byrjendur svo við getum raðað í lið.  Leikir í ensku deildinni verða því miður að sitja á hakanum.

Áætlað að mótið verði búið um 17:00 þar sem við getum smellt okkur í sund og pottinn. Menn taka betri föt með sér og geta klætt sig uppí íþróttahúsi fyrir kvöldið nema þeir sem búa álftanesi geta skotist heim.

Borðhald ætti að hefjast um 19:00 og er óvíst með kostnað. Við viljum vita hversu margir ætla vera í mat svo við getum fengið nákvæma tölu um kostnað.  Hver og einn tekur sína drykki með ólíkt því í fyrra þar sem sumir drukku talsvert meira en aðrir (engin nöfn nefnd) á meðan aðrir drukku ekki.

Skemmtiatriði og verðlaunaafhending ætti að vera í kringum 21-22:00  ásamt uppboð á hvítu búningunum (þeim sem KFK spilaði í sumar). Ef þið óskið eftir að vera með skemmtiatriði, gátu, brandara, góða sögu um leikmann/menn endilega látið mig vita.

Fannar Eðvaldsson og Magnús Valur Böðvarsson munu sjá um kynningu kvöldsins.

Endilega boðið komu ykkar, hverjir koma í mat og hverjir mæta í golfið. Kv. Magnús Valur Böðvarsson

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 8 september, 2009.

9 svör to “Lokahófið gróf áætlun”

 1. Sælir… gott mál en að fór alveg fram hjá mér á þessari grófuáætlun……. hvenær er þetta áætlað ?????? þeas dagsetning 🙂

 2. Sædl Óli..
  Þetta er laugardaginn 12 sept.. Semsagt næsta laugardag!
  Maggi klikkaði aldeilis þarna. Fólk hefði farið að mæta alla vikuna kl 14 upp á golfvöll til þess að fylgjast með hvort þetta væri nokkuð í dag!! 😉

 3. kem ekki í golf.. svo vil ég minna á Tottenham vs Man utd kl 16:20 væri tilvalið að hittast á bessanum í nokkra kalda,, kíkja svo á lokahófið… 🙂

 4. Ég mæti í alltsaman!

 5. Haukur helduru að þú fáir pössun? Annars mæti ég um kvöldið

 6. Gamli reynir að koma í hófið sjálft..um 7… kemst ekki í golfið þar sem ég er með snúlluna…

  kv

 7. Hólmsteinn mætir, þó ekki fyrr en undir kvöld, etur á sig gat og tekur í krús!

 8. auðvitað bubbi… 🙂 óli þú verður að mæta.. ekkert reynir..

 9. Ég mæti kemmst sammt ekki í golfið, allt hitt kem ég í.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: