Ásgrímur hættir störfum.

Eins og fram kom á æfingunni í kvöld hefur ég ákveðið að hætta störfum sem þjálfari meistaraflokksins. Ég fer sáttur frá borði, við náðum upprunalega markmiði okkar sem var að fara í úrslitakeppnina og er þetta það lengsta sem meistaraflokkurinn hefur farið. Það eigið þið strákar alveg skuldlaust og vonandi takið þið þetta enn lengra næsta ár með því að mæta allir sterkir til leiks þegar nýtt tímabil byrjar með stefnu á 2. deild 2011.
Ég þakka ykkur fyrir frábært eitt og hálft tímabil sem ég er búinn að vera með ykkur,

Áfram Álftanes

Þjálfi, over and out.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 3 september, 2009.

5 svör to “Ásgrímur hættir störfum.”

  1. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þér Áki fyrir ánægjulegt sumar í boltanum, og ykkur öllum strákar. Ég hafði gaman að því að fá að skrölta aðeins með ykkur. Þetta er skemmtilegur hópur og ef menn halda rétt á spilunum er stutt í að Álftanes fari upp um deild, engin spurning! Óska þér Áki velfarnaðar í öðrum verkefnum og hlakka til að taka í glös með ykkur öllum fljótlega.

  2. Takk fyrir frábært eitt og hálft tímabil Áki minn,, þú hefur verið okkur góður félagi og þjálfari.. 🙂 og auðvitað verður þú okkur innan handar í framtíðinni. VIð ætlum upp úr þessari deild engin spurning og vonandi halda allir áfram sem kláruðu tímabilið plús kannski tveir eða þrír nýir leikmenn.. 🙂 og hólmsteinn þú ert engan veginn að fara hætta,, kemur ekki til greina þú verður betri með aldrinum,, sjáumst á þriðjudag stelpur mínar og endilega kommentið á greinina fyrir neðan ef þið ætlið að koma,, nenni ekki að mæta ef við verðum bara 6-7, tökum góðan ungir gamlir bolta,, og meðan ég man djöfulsins burst hjá gömlum áðan,, hehehehe

  3. Takk kærlega fyrir frábært tímabil áki, frábært að ég hafi fengið þann heiður að æfa og spila með ykkur kóngunum! 😉

  4. Þökkum þér fyrir frábær störf, það hefði verið gaman að halda sama þjálfaranum lengur en þetta. Það kemur ár eftir þetta ár. Nýr þjálfari nýjar áherslur. Þökkum fyrir okkur og kveðjum þig með frábæru lokahófi. Kv Bö

  5. Leiðinlegt að heyra! en já ég vil líka þakka fyrir mig áki þú ert topp þjálfari og var frabært að spila undir þinni stjórn ! en einna helst ertu líka topp náungi og topp vinur !! og já Hólmsteinn ég vona að þú Hætttir ekki væri gaman að keppa smá við þig hehe.. Við förum upp næst ! Með kveðju úr sveitinni …..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: