Utandeild í Handbolta í vetur?

Þegar fótbolti er undanskilin er fátt skemmtilegra en að leika sér í handbolta. Þessa dagana stendur yfir skráning í utandeildina í handbolta í vetur og ætlaði ég að kanna áhuga Álftnesinga á að taka þátt í utandeildinni. Nokkrir leikmenn hafa leikið í utandeildinni á undanförnum árum t.d Haukur Þorsteinss lék með Heimsliðinu á seinasta ári og komst í úrslit í utandeildarbikarnum, þá léku Fannar og Haukur Ársæls ásamt undirrituðum í 3 ár þar.

Sé áhugi til staðar endilega hafið samband enda skemmtileg afþreying. Venjulega er leikið á föstudagskvöldum og er leikin tvöföld umferð heima og heiman c.a. 10 heimaleikir á ári en það þyrfti að leigja sal undir þau skipti. Æfingar eru ekkert sérstaklega nauðsynlegar bara mæta í leiki.

Allir áhugasamir hafa samband við mig í síma 8240219  kv. Magnús Valur Böðvarsson

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 26 ágúst, 2009.

12 svör to “Utandeild í Handbolta í vetur?”

 1. Ekki svo vitlaust hugmynd.
  Ágætis líkur á því að maður slái til.

  Elfar

 2. Ég er til ef við fáum að æfa og spila í íþróttahúsinu á álftanesi,, væri nóg einn tími á viku, gætum spilað leikina í þeim tíma og æft svo í tímanum þegar eru ekki leikir,, svo eigum við að stefna á að stofna handboltadeild á Álftanesi veturinn eftir það ,og skrá okkkur í íslandsmót, ég þekki nokkrar íslandsmeistara-kempur sem myndu koma og spila ef svo færi… 🙂 Íþróttahúsið á Álftanesi er alveg kjörið til að spila handbolta og myndi líka opna dyrnar fyrir krakka sem langar að æfa handbolta í framtíðinni…. 🙂

 3. Á hvaða lyfjum eruð þið, handbolta inn í húsið hjá okkur? Vill ekki sjá þetta klístur þarna inn á meðan fótboltinn er þar enn. Skulum ræða þetta þegar gervigrasið er komið og fótboltinn er alveg farinn út úr húsinu.

  Þjálfi

 4. ég er til… annaðhvort í marki eða leikstjórnendaskyttufallbyssa… djöll er ég til

 5. Sælir þeir sem hafa svarað, ég efast um að við gætum notað íþr.húsið útá nesi sökum þess að klístur er bannað í húsinu og er það eitthvað sem þaður verður að virða. Ræðum þessa hugmynd við betra tækifæri, virðist allavega 4-5 sem hafa áhuga en það er ekki nóg.

 6. Ef klístrið er málið,, þá er bara notað lítið af því,, það þarf enginn að vita það,, hahahhaha,, svo var þetta íþróttahús notað til handbolta-iðkunar hérna í gamla daga langt langt áður en þjálfi fór að skipta sér af félaginu,, þannig að ég legg til að við enturvekjum handbolta á Álftanesi og stefnum á úrvalsdeild árið 2015….. 🙂 🙂 viss um að það læðast einhverjir stefánsynir eða sigursynir á nesinu….. 🙂

 7. Haukur í gamla daga var gólfið allt öðruvísi og þá var hægt að þrífa það og að nota smá þýðir ekkert það kemst upp um leið og þá verður okkur bara hent úr salnum.

 8. já ég er nú bara 16 ára stauli en búinn að æfa með gróttu og stjörnunni síðan ég var 6 ára þannig ef það laust í liðinu þá vill ég endilega fá að vera með

 9. Það er langt síðan ég æfði handbolta en ég er til…..

 10. storskyttan buinn ad hladabyssurnar og til i handboltan

 11. handbolti er ekki íþrótt!!!

 12. karlmannsíþrótt…. 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: