Góður sigur í síðasta leik riðilsins, úrslitakeppnin framundan.

Ég held svei mér þá að við höfum fundið völl sem er verri en Kartöflugarðurinn suður með sjó. Þessi völlur er í Liðsmynd 170509Kópavogi og hefur verið þar sem hann er svo lengi sem elstu menn muna, svo gamall að Óli Sævars segist hafa alist upp þar. Þarna erum við að tala um Smárahvammsvöll en þar mættum við Augnabliki í kvöld. Ekki nóg með að völlurinn sé lélegur, hann er líka svo loðinn að handakrikar þýskrar konu blikna við hlið hans.
En förum þá að pæla í leiknum. Við byrjuðum betur í kvöld og réðum lögum og lofum í byrjun.  Boltinn gekk ágætlega, en hægt, í úfnu grasinu.  Eftir góða sókn á 17. mínútu fengum við horn sem Siggi Bryn tók frá vinstri, boltinn fór á fjærstöng og þar var Fannar, gulldrengurinn frá Bifröst, mættur og ýtti boltanum yfir línuna. Eftir markið fór leikur okkar niður á við og þeir voru sterkari síðari hlutann. Varnarleikurinn var ekki góður hjá okkur, eins og við kæmumst ekki ovar en í 2. gír.  Við getum þakkað Steina í markinu að við vorum yfir í hálfleik 0 – 1.
Gerði 3 breytingar í hálfleik, Siggi Bryn, Jökull og Olivier komu út og Óli Sævars, Ási og Siggi Baldurs komu inn. Seinni hálfleikurinn var í jafnari lagi þó svo að við höfum verið meira með boltann. Við fengum aðeins fleiri færi og nýttum tvö eða Andri nýtti tvö. Fyrst skoraði hann á 64. mínútu eftir að hafa komist einn á móti markmanni. Það mark lagði Steini upp fyrir hann, langur bolti fram sem setti Andra einan í gegn og svo eftir að Ási hafði lagt upp fyrir hann fyrir framan markið á 80 mín.  Steini hélt áfram að verja vel, m.a. einu sinni einn á móti einum.
Augnablik náði að setja eitt á 81. mín, aukaspyrna af ca. 40 metrum fór í slánna þegar Steini blindaðist af sólinni, boltinn datt í teiginn og þeir skófluðu honum yfir línuna.
Tvær breytingar í seinni hálfleik, Ronni kom inn fyrir Jón Brynjar á 65. mínútu og svo kom Bryngeir inn fyrir Grétar á 74. mínútu. Þar með er Bryngeir yngsti leikmaður mfl. Álftanes frá upphafi en hann er fæddur 22. júlí 1994 og því á yngra ári í 3. flokki. Hann átti góða innkomu og gaf eldri og reyndari leikmönnum ekkert eftir. Svo við ræðum aldur Óla Sævars aðeins meira þá er hann tæpum 23 árum eldri en Bryngeir.
Leikurinn í kvöld var glæsilegt að vinna og gott að fara með sigurinn inn í úrslitakeppnina sem hefst 29. ágúst með heimaleik gegn Ými. Við erum með stóran og flottan hóp og ég er ekki öfundsverður af því að þurfa að velja 16 manna hóp fyrir þann leik. Sumir tala um lúxus vandamál og það eru kannski orð að sönnu þegar maður hefur úr um 25 manna hóp að velja, allt strákum sem ég treysti 100% fyrir að spila leikinn. En einhverjir verða að bíta í það súra epli að verða ekki í þeim hóp en verða samt að muna að þeir eru partur af hópnum, hóp sem hefur nú þegar ná besta árangri Álftanes í 3. deild, hóp sem er ekki orðinn saddur og vill ekkert annað en að tryggja félaginu sæti í 2. deild næsta tímabil.  Við munum nota vikuna vel til að undirbúa okkur undir það sem framundan er, spilum m.a. einn æfingaleik á mánudag eða þriðjudag. En fyrst ætlum við að tækla þessa fjáröflun um helgina og mætum ferskir eftir rúma 8 klukkutíma í þökulögn við Álftanesskóla.
Maður leiksins í dag var Hólmsteinn, átti enn einn flottan leik í markinu. Hann fékk að launum tvo miða á leik Íslands og Noregs síðar í mánuðinum.

Sjáumst ferskir á eftir,

Þjálfi

Sjá skýrsluna úr leiknum og stöðu riðilsins.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 22 ágúst, 2009.

Eitt svar to “Góður sigur í síðasta leik riðilsins, úrslitakeppnin framundan.”

  1. Góður pistill,, fínn sigur á erfiðum velli, hefðum getað fengið 2-3 mörk á okkur í viðbót, engan veginn nógu góður varnarleikur, þurfum að bæta það fyrir úrslitakeppnina!!,, en á móti kemur að við hefðum getað skorað svona 5-6 til viðbótar. Nú er komið að því sem skiptir máli úrslitakeppnin!!,, og miðað við mannskap og starfið sem er unnið hjá félaginu eigum við ekkert annað skilið en að tækla þessa úrslitakeppni og drulla okkur upp í aðra deild… 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: