Óðum í færum en

það er óhætt að segja að ekkert hafi gengið að skora og því var 2 – 3 tap staðreynd. Leikurinn við KFS í gær var ágætis leikur. Við vorum sterkara

Jón Brynjar setti eitt með skalla í gær.

Jón Brynjar setti eitt með skalla í gær.

liðið á vellinum í fyrri hálfleik en þeim tókst að skora úr svo að segja eina færi sínu í hálfleiknum. Við hins vegar vorum að spila boltanum vel og skapa okkur færi en þetta var einn af þessum dögum, ekki vildi boltinn í netið.
Í seinni hálfleik vorum við ekki alveg jafn líflegir og bæði lið sköpuðu sér ágætis færi og nýttu tvö hvort. Jón Brynjar skoraði glæsilegt skallamark og Óli „gamli“ Sævars setti hann annan leikinn í röð.
Í heild er ég sáttur við leikinn þó svo tap sé aldrei ásættanleg úrslit.  Við breyttum liðinu talsvert frá  því í KFR leiknum og þetta var möguleiki þeirra sem minna hafa fengið að spila til að sína sig. Boltinn var að ganga ágætlega hjá okkur og ungu strákarnir Birkir og Ari átti flottan dag í vörninni undir handleiðslu reynsluboltans Svenna.
Það er alveg ljóst að mér er mikill vandi á höndum með framhaldið, margir eru að gera tilkall til þess að fá að spreyta sig í úrslitakeppninni og það er jákvæður hausverkur að þurfa að velja hóp fyrir það.
Næst er það leikurinn við Augnablik, næsta föstudag, og þá fá einhverjir aftur tækifæri til að sína mér hvað í þeim býr.

Ég vill þakka David fyrir hans framlag til undirbúningsins, bauð okkur í mat eftir morgunæfinguna, frábært framtak hjá honum og gaman að sjá hann aftur í kringum hópinn.  Síðan vill ég þakka Fannari fyrir að taka á móti hópnum um kvöldið heima hjá sér. Allt þetta heldur móralnum í hæstu hæðum, frábær mórall og karakter í þessum hóp. Ég hlakka til að takast á við úrslitakeppnina með þennan hóp á milli handana.

Sjáumst ferskir á æfingu á morgun kl. 19:30, endilega skoðið æfingaplanið, smávægilegar breytingar á því þessa vikuna.

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 16 ágúst, 2009.

2 svör to “Óðum í færum en”

  1. sælar stelpur.. !!!! komst ekki í dag var skyldugur til að mæta með stelpuna í afmæli, glæsilegt skallamark hjá jonny b á laugardag, og óli bjórinn sem ég borgaði þér fyrir veðmálið var drukkinn heima hjá Fannari á laugardagskvöldinu fræga,!!!

  2. Já sæælll …láttu mig bara vita ef þér og ykkur vantar fleiri bjóra…. !!! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: