Komnir í úrslitakeppnina – 4 – 2 sigur á KFR

Álftanes komst í gær í fyrsta skipti í sögu félagsins í úrslitakeppni 3. deildar þegar við unnum KFR 4 – 2 á rennisléttum

Óli setti eitt í kvöld

Óli setti eitt í kvöld

Bessastaðavelli.  Leikurinn var ekki sá besti af okkar hálfu og kannski að pressan vegna úrslitakeppnissætisins hafi ýtt okkur út þann stórkallafótbolta sem var í gangi lengstum.
Við byrjuðum betur og leikurinn var ekki gamall þegar Andri hafði komið okkur yfir eftir góða sókn þar sem Olivier kom upp með boltann og setti hann innfyrir á Andra sem klúðrar ekki svoleiðis færum.  Þeir jafna svo úr fáránlegu víti þegar dæmd var hendi á Tomma inn í teig en boltinn fór ALDREI í hendina á honum heldur small í vel útblásnum brjóstkassanum. Engu að síður dæmt víti og úr því skoruðu KFR menn örugglega.  Við gáfumst ekki upp og skoruðum gott mark, Andri fékk boltann í teignum og setti hann glæsilega.  Það sem á eftir gerðist var líkara farsa en fótboltaleik. Allan leikinn höfðu þjálfari og fyrirliði KFR gert sér það að leik að losa um nokkrar skrúfur í haus Sigga Bryn. Þetta flokkast klárlega undir óíþróttamannslega framkomu og þetta er nokkuð sem dómari leiksins  hefði átt að taka á í byrjun, með því hefði hann losnað við þau leiðindi sem urðu restina af leiknum. Eftir markið þá veittist Siggi að spilandi þjálfara KFR og strax á eftir veittist leikmaður þeirra að Sigga. Báðir fengu réttilega að líta rauða spjaldið og því 10 manns í hvoru liði það sem eftir lifði leiks.
Í lok fyrri hálfleiks fengu KFR menn aukaspyrnu rétt utan við teiginn hægra megin og skoruðu með góðu skoti í hornið fjær.  Staðan því í hálfleik 2 – 2.
Byrjunin á seinni hálfleik var svipuð spilamennskunni í fyrri hálfleik. Boltinn var ekki að ganga nógu vel hjá okkur og sendingar hafa verið betri. Hins vegar kom það okkur í opna skjöldu að KFR menn virtust ætla að reyna að hanga á jafnteflinu og lágu aftarlega á vellinum.  Einhver sagði „þolinmæði er dyggð“ og það sannaðist því það var ekki fyrr en á 81. mínútu að örfætta undramennið Sveinn Guðmundsson skoraði beint úr aukaspyrnu og kom okkur yfir. Svenni átti síðan tvær aðrar mjög góðar tilraunir úr aukaspyrnum og ljóst að þarna er aukaspyrnumaðurinn okkar fundinn.  Óli „gamli“ Sævars gulltryggði síðan sigurinn á lokamínútunum eftir frábærann undirbúning Magga MM Magnússonar. Maður leiksins var síðan útnefndur Andri Jan og fékk hann 3 miða á landsleikinn í kvöld að launum.

Það sem eftir stendur eftir þetta kvöld er að við erum komnir í úrslitakeppnina eins og við ætluðum okkur. Enn eru tveir leikir eftir í riðlinum og í næsta leik verða Haukur Ársæls og Siggi Bryn í banni. Við erum hins vegar með stóran og breiðan hóp og það kemur maður í manns stað. Við verðum hins vegar í framhaldinu að taka okkur á og laga okkar leik, leikurinn gegn KFR var ekki nógu góður, þó nógu góður til að vinna KFR.

Engin æfing í dag, næsta æfing á morgun fimmtudag kl. 19:30

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 12 ágúst, 2009.

5 svör to “Komnir í úrslitakeppnina – 4 – 2 sigur á KFR”

  1. það var Viktor ekki Tommi sem fékk dæmda á sig hendi…. Til hamingju með fyrsta markmið sumarsins strákar….. !!!

  2. Frábærlega gert strákar, ég er ekkert smá sáttur með liðið, kláraði leikinn þótt ég hefði gert heiðarlega tilraun til að klúðra málunum, muchos gracias.

  3. og átti Þorsteins ekki frábæra aukaspyrnu undir lokin?

  4. held að svenni sé í einhverju uppáhaldi hjá kallinum 🙂 ,jú Haukur þorsteins átti frábæra aukaspyrnu sem markmaður KFR varði glæsilega,, var kallinn bara ekkert að horfa á leikinn, heheheh

  5. Hvað leik eruð þið að tala um drengir?

    Jú auðvitað, Þorsteins átti frábæra aukaspyrnu þarna í lokin, þið verðið að athuga að karlinn var að dettaí 40 árin og getur ekki munað allt.
    Eins og ég sagði eftir leikinn þá var ég rosalega sáttur með innkomu bekkjarmannanna í leiknum og þar spilaði Þorsteins stóra rullu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: