Góður útisigur í roki og rigningu

Við stigum enn eitt skrefið í átt að úrslitakeppninni í kvöld þegar við fórum á teppið í Breiðholti og lékum við KB.  Rok

Svenni setti hann með góðum skall í kvöld

Svenni setti hann með góðum skalla í kvöld

og rigning voru á þessum hæsta punkti Reykjavíkur og stóð vindurinn á annað markið. Við lékum gegn honum í fyrri hálfleik og áttum í vandræðum með að skapa okkur færi á móti afturliggjandi KB liði og rokinu. En þolinmæði er dyggð og við náðum að setja tvö mörk á þá eftir hlé þegar vindurinn var í bakið á okkur, fyrst subersub-inn Svenni með fallegum skalla eftir horn frá Sigga Bryn og svo Siggi Baldurs eftir frábært hraðaupphlaup þar sem Olivier lagði boltann inn á Andra Jan sem var óeigingjarn fyrir framan markið og lagði boltann á Sigga sem skoraði.
Heilt yfir er ég ánægður með leikinn, það er alltaf erfitt að spila á undirlagi sem við erum ekki vanir og ekki bætti rokið og rigningin úr skák. Hrósa öllu liðinu fyrir að missa aldrei sjónar á takmarkinu og klára leikinn þó á móti hafi blásið!
Læt nú þessari skáldlegu umræðu lokið, til hamingju með sigurinn.

Ég var að spá í hvort við ættum ekki að slá æfingunni á morgun upp í kæruleysi þar sem það á að vera eins veður og í kvöld og fara suður með sjó og kíkja á leik Þróttar og KFS en hann hefst kl. 18. Endilega setjið inn comment hér hvernig ykkur lýst á það.

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 7 ágúst, 2009.

2 svör to “Góður útisigur í roki og rigningu”

  1. Klassa sigur drengir!

  2. nákv.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: