Álftanes – Þróttur Vogum 2 – 0

Tókum á móti Þrótti Vogum á rennisléttum Bessastaðavelli í kvöld, frábært fótboltaveður og brekkan full af fólki.

Olivier setti eitt í kvöld

Olivier setti eitt í kvöld

Við komum ákveðnir til leiks og það voru ekki búnar nema 7 mínútur af leiknum þegar Frakkinn ógurlegi, Olivier, var búinn að skora mark.  Eins og oft vill verða þegar mörk koma snemma þá duttum við allt of langt til baka eftir markið og hleyptum þeim inn í leikinn. En vörnin og markvarslan hélt fram að hálfleik og má segja að fátt markvert hafi gerst annað í hálfleiknum utan þess að Haukur Þorsteins fékk að líta gula spjaldið, hans fyrsta í meistaraflokki, frábær árangur hjá kappanum og óskum við honum mikið til hamingju með þennan áfanga.
Hálfleikurinn var frekar skrautlegur því ekki fannst lykill af klefa gestanna og dómaranna. Þurftu þeir því að bíða fram á gangi lengi  og dróst

Andri byrjar vel, setti eitt.

Andri byrjar vel, setti eitt.

hálfleikurinn því  nokkuð. Þetta er hlutur sem  á ekki að gerast og biðjum við þessa aðila afsökunar á þessu.
Ein skipting var gerð í hálfleik, Andri Jan kom inn fyrir Hilmar.
Í síðari hálfleik var sama upp á teningnum, Þróttarar sóttu meira en við vörðumst og börðumst eins og grenjandi ljón allan leikinn. Eitthvað fór þetta í skapið á þeim og fékk einn þeirra rautt spjald á 77 mínútu er hann var allt of seinn í tæklingu og lenti illa á Sigga Bryn. Eftir það var aðeins eitt lið á vellinum og hefðum við getað bætt við nokkrum mörkum. Þó datt aðeins eitt inn þegar Andri Jan komst einn í gegn og skoraði sitt 16 mark á móti Þrótti Vogum á síðustu tveimur árum. Þetta var fyrsti leikur Andra fyrir Álftanes í sumar og hann byrjar þar sem hann skildi við, með því að setja mark. Frábært að vera búnir að fá Andra heim.

Viktor átti frábæran leik

Viktor átti frábæran leik

Besti maður vallarins, Viktor Ari, hefði getað bætt þriðja markinu við í lokin þegar skot hans fór framhjá og sama á við um Jón Brynjar sem setti hann í stöngina með hægri eftir góðan undirbúning Ronna. Eins verð ég að minnast á þátt Hólmsteins í markinu, hann átti flottan leik, og svo fær allt liðið stóran plús fyrir  frábæra baráttu. Eins fær Trommusveitin Klemenz og allir Álftnesingar í brekkunni stóran og mikinn plús, án ykkar væri þetta ekki nálægt því eins gaman.
Flottur sigur hjá okkur í kvöld sem setur okkur sem fastast í 2. sætið. Nóg er þó eftir af mótinu og nú er bara að bretta upp ermar og klára málið.
Leikur okkar í kvöld var ekki sá fallegasti. Mikið gap var á milli varnar og miðju. Eins voru menn of lengi á boltanum endrum og eins. Það hægir mikið á okkar leik og þetta er hlutur sem við þurfum að laga. En baráttan var í góðu lagi og ákveðnin í því að sigra þennan leik skein úr andlitum allra.
Takk fyrir flott kvöld strákar, æfing á morgun kl. 19:30 og sennilega munu sjást eitt til tvö ný andlit á æfingunni, sjáum hvað setur!!!!

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 29 júlí, 2009.

2 svör to “Álftanes – Þróttur Vogum 2 – 0”

  1. Takk fyrir góðan leik strákar. Þið voruð flottir. Sammála því að Viktor átti frábæran leik og þá var ég líka ánægður með Jökul hægra meginn. Andri kom ferskur og tilbúinn inn í hálfleiknum og ég var heilt yfir ánægður með ykkur alla, einbeiting og barátta var til fyrirmyndar og hausinn á mönnum í lagi. Í mínum huga er ljóst að við getum bara haldið áfram að bæta okkar leik, byggjum á þeim stöðugleika sem við sýndum í gærkvöldi, höldum áfram að halda núllinu því við skorum alltaf í öllum okkar leikjum!

  2. Sammála öllu sem Hólmsteinn sagði og segir 😉
    Það er alveg rétt að ef við höldum núllinu þá vinnum við leikina því við munum alltaf skora.. alltaf…
    En eins og ég hef sagt um þennan leik þá stóð varnarvinna liðsins í heild uppi og öruggur markmaður þar fyrir aftan sem greip allt sem á markið kom.
    Mjög sterkur sigur hjá okkur við nokkuð erfiðar aðstæður.

    Maður er alveg í skýjunum með að fá Andra til okkar aftur… Hef hann helst heill þá erum við að fara langt í þessari keppni. Engin spurning 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: