Gott stig sótt til Eyja

Þá er leikurinn á einum erfiðasta útivelli í riðlinum búinn. Eitt stig sótt til Eyja og er ég nokkuð sáttur við það

Haukur Á (tv) átti frábæran leik í gær.

Haukur Á (tv) átti frábæran leik í gær.

sérstaklega í ljósi þess að við spiluðum manni færri frá því á 42. mínútu.
Leikurinn var opinn allan fyrri hálfleikinn og bæði lið hefðu getað sett hann, þó fengu KFS aðeins fleiri færi en snillingurinn hann Hólmsteinn sá við þeim.  Ronni varð svo svekktur og reiður þarna undir lokinn, hlutur sem allir geta lent í og Ronni lærir örugglega af þessu sem og við allir.
Ætluðum að koma þéttir og verja stigið í seinni hálfleik manni færri. Urðum fyrir því að fá mark á okkur snemma í hálfleiknum og þurftum þá að koma út úr skotgröfunum til að jafna. Fórum í 3-4-2 eftir markið, Siggi Bryn út á kantinn og Fannar færði sig aðeins framar. Áttum ekkert minna í seinni part hálfleiksins og uppskárum víti í lokinn þegar Fannar var felldur í teignum. Siggi Bryn klikkaði ekki á punktinum og gott jafntefli niðurstaðan.
Verð að gefa smá hrós í dag. Haukur Ársæls átti stórleik í vörninni (til hamingju með afmælið í dag Haukur) og Hólmsteinn hélt okkur á floti með flottri markvörslu allan leikinn. Viktor og Jökull voru traustir í vörninni og Siggi Bryn kom sterkur inn þegar á þurfti að halda í seinni hálfleik. Ronni átti fína spretti þangað til hann fékk rauða spjaldið og Hilmar átti fína spretti á kantinum á meðan löppin hélt. Tommi átti fullt af skalla boltum og var traustur til baka. Haukur Þ og Fannar hlupu og hlupu á miðjunni, uxu með leiknum en voru orðnir ansi þreyttir undir lokin. Siggi Baldurs hljóp eins og mother fo**** allan leikinn, frábær hreyfing á honum.
Jón Brynjar kom ferskur inn af bekknum og Ari átt frábæra innkomu í vörnina. Torfi og Kristján komu inn í lokinn og komu með vinnslu inn á miðsvæðið og frammi þegar aðrir voru orðnir þreyttir.  Vill þakka Bryngeiri fyrir að koma með okkur, leiðinlegt að hann skildi ekki hafa möguleika á að koma inná en hanns tími mun koma, mikið efni þar á ferð.
Nú er framundan leikur við Augnablik á fimmtudag, bið ykkur að skoða vel planið það sem eftir er af mánuðinum, ef við klárum þennan mánuð með stæl þá erum við í góðum málum.

Sjáumst á sunnudag,

Þjálfi

~ af Magnús Böðvarsson á 18 júlí, 2009.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: