Góður sigur á KFR

Í gærkvöldi lékum við á Hvolsvelli við KFR.  Lögðum af stað úr bænum á eðalrútunni undir styrkri handleiðslu Bjössa,

Siggi Baldurs skoraði og lagði upp eitt

Siggi Baldurs skoraði og lagði upp eitt

þökkum honum kærlega fyrir að drössla okkur á suðurlandið.
Við nálguðumst þennan leik aðeins öðruvísi en við höfum verið að gera og það skapaði smá óöryggi í öftustu línu í byrjun. Eftir að þeir höfðu nýtt sér þetta óöryggi hjá okkur og skorað fyrsta mark leiksins tókum við öll völd á vellinum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Þeir skora á 9. mínútu en við komum fljótt til baka og Fannar jafnaði á 19. mínútu með skalla eftir frábæran undirbúning Sigga Baldurs sem átti frábæra fyrirgjöf frá hægri á hausinn á Fannari.  Við héldum áfram að sækja og hefðum getað bætt við mörkum, m.a. komst Ronni einn á móti markmanni en skaut framhjá og Svenni setti boltann í stöngina eftir að hafa vippað boltanum yfir markmann KFR sem var kominn of framarlega. Markið lá í loftinu og það kom á 33. mínútu þegar Siggi Baldurs slapp í gegn og skoraði.
Í síðari hálfleik var meira jafnræði með liðunum og áttu bæði færi til að bæta við mörkum. KFR jafnaði á 75. mínútu eftir að brotið hafði verið á Hilmari en ekkert dæmt. Þeir náðu boltanum og komu hratt á okkur og náðu að setja hann fram hjá Markúsi sem kom engum vörnum við. Eftir þetta færðum við menn framar á völlinn og það skilaði árangri undir lokinn þegar Haukur Ársæls, já trúið því, skoraði eftir þvögu í teignum. Höfðum fengið aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem fór í vegginn og upp úr því varð barátta um boltann í teignum sem endaði með marki. Tveimur mínútum síðar var flautað til leiksloka og verðskuldaður sigur í höfn.
Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá okkur og hefðum við getað gert út um leikinn þar. Hins vegar duttum við niður í gamla Ellu um miðjan síðari hálfleik, hættum að spila boltanum og fórum að láta allt fara í taugarnar á okkur. Þetta er eitthvað sem við verðum að losa úr okkar leik og halda áfram með það sem við vorum að gera í fyrri hálfleik.
Góður sigur og nú er bara að klára leikinn á föstudag við KFS. Svo menn geti farið að undirbúa sig fyrir þann leik þá er mætin kl. 14 á Álftanesið, farið þaðan á Bakka, flug kl. 16:15 og leikurinn er kl. 19:00. Flug til baka strax að leik loknum.

Sjáumst á æfingu á eftir kl. 19:30,

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 14 júlí, 2009.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: