Fyrsta tap sumarsins

Í gær sannaðist það sem oft hefur verið sagt að ekki eru gefin stig fyrir að halda boltanum. Við spiluðum við KB og

Það var ekki mikið fagnað í gær en það er hlutur sem við munum breyta fljótt.

Það var ekki mikið fagnað í gær en það er hlutur sem við munum breyta fljótt.

alveg frá fyrstu mínútu héldum við boltanum 80%. Hins vegar, þegar komið var á síðasta þriðjung vallarins þá gerðist ekkert.  KB skoruðu hins vegar tvö mörk í fyrri hálfleik úr þremur sóknum, bæði mörkin voru mörk sem auðveldlega hefði verið að koma fyrir og það síðara hófst með því að sóknarmaður KB var rangstæður og einnig var brotið á Markúsi og varð hann að fara af velli í kjölfarið.
Við skoruðum síðan úr víti þegar boltinn fór í hönd eins varnarmanns KB, Siggi Bryn kláraði skoraði síðan úr vítinu.
Þrátt fyrir ákvörðun um annað og góðan vilja þá breyttist lítið í síðari hálfleik og eftir að hafa reynt ýmsar breytingar sem skiluðu litlu og fært liðið framar á völlinn þá gerðist það sem oft gerist við slíkar aðstæður, KB menn brunuðu í sókn undir lokinn og skoruðu eitt mark þannig að staðan var 1 -3 í lokin.
Það er ýmsilegt í okkar leik sem veldur mér áhyggjum og mun það verða skoðað og lagfært. Það er langt í næsta leik sem er við KFR en hann er ekki fyrr en mánudaginn 13. júlí.

Næsta æfing er næsta mánudag og þá eru menn beðnir um að mæta bæði með hlaupaskó og takkaskó.
Æfingin á þriðjudaginn verður með breyttu sniði og þurfa menn að gera ráð fyrir ölllu kvöldinu í hana, byrjum kl. 18:07 út á Álftanesi og ætlast ég til þess að allir geri viðeigandi ráðstafanir til þess að mæta. Nánar um þetta allt á æfingunni á mánudag
.

Strákar, nú ættum við að vera vaknaðir og fatta að þetta er ekki walk in the park dæmi,  held að við höfum allir haft gott af því að fá þetta spark sem við fengum. Nú er það okkar sð stíga upp og klára málin.

Fram til orustu

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 4 júlí, 2009.

4 svör to “Fyrsta tap sumarsins”

 1. Áhyggjuefni hvað við erum að verða pirraðir. Við verðum að átta okkur á því að við erum í 3. deild. Þýðir ekkert að hafa þessa stjörnustæla. Við áhorfendur förum að hætta að mæta ef þetta er það sem á að bjóða okkur.

  Þó ekki jafn slæmt og útí Vogum.

 2. Sæll Toggi. Gaman væri að vita hver þú værir þar sem engin virðist kannast við þig undir því nafni.
  Fyrir mér skiptir ekki nokkru máli hvort um 3. deild eða úrvalsdeild er að ræða. Leikmaður sem er í 3. deild hefur alveg jafnmikinn rétt á því að verða pirraður og sá sem leikur í úrvalsdeildinni. Það er hins vegar annað mál hvernig menn höndla pirringinn og nota, leikmaður í 3. deild getur alveg höndlað þetta eins og leikmaður í úrvalsdeild. Því skiptir ekki nokkru máli í hvaða deild þú spilar, trúi ekki að þú, sem áhorfandi, sættir þig við að leikmaður í efri deildum megi gera eitthvað sem leikmaður í neðri deildum má ekki.

  Ítreka áskorun um að þú skrifir undir fullu nafni,

  Kv.

  Ásgrímur Helgi Einarsson

 3. Þorgrímur er nafnið mitt, aka. Toggi.

  Sagði aldrei að leikmaður í efstu deild mætti frekar vera pirraður en aðrir. Sagði að stjörnustælarnir væru kannski aðeins um of, þá sérstaklega þar sem þetta er jú „bara“ 3. deildin.

  Stjórnustælar í Tryggva Guðmunds eru ekkert réttlætanlegir af því að hann er „frægur“ en maður skilur þá. Ég hins vegar skil ekki hvernig leikmaður í 3. deild á Íslandi getur orðið svona verulega pirraður útí dómara, og eins og hefur gerst í síðustu leikjum, útí samherja.

  Þetta er lélegasta deildin og þar af leiðandi fáum við lélegustu dómarana, við fáum einnig okkar skref af lélegustu völlunum eins og sannaðist í Vogunum. Þess vegna eiga menn bara að halda sig á mottunni og ekki öskra úti loftið eins og blábjánar sem ætlast til þess að þeir séu að fá allt uppí hendurnar. Látum „stjörnurnar“ um það að væla eins og sólin eigi að snúast í kringum þá.

 4. slappur leikur hjá okkur strákar, við vorum bara lélegir og vonandi er botninum náð,, ég er nú alveg sammála þessum Togga,, þetta er náturulega bara snillingur…… 🙂 vonandi halda áhorfendur áfram að mæta.. 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: