Þróttur V – Álftanes 1 – 1

Þetta var nú meiri stórkarlaleikurinn. Við fórum í þennan leik með það að markmiði að spila okkar leik, gefa þeim

Markús stóð fyrir sínu í kvöld eins og vanalega.

Markús stóð fyrir sínu í kvöld eins og vanalega.

engan frið á boltanum og reyna að setja mark á þá snemma. Í raun má segja að ekkert af þessum plönum okkar hafi gengið eftir og duttum við niður á þeirra plan, duttum í það að spila stórkarla fótbolta sem byggist á hörku og löngum sendingum. Það má kannski segja að ekki sé hægt að spila öðruvísi bolta á Nesbyggðarvellinum enda bíður hann ekki upp á að láta boltann ganga manna á milli og er í raun stórhættulegur völlur. En þetta er það sem boðið var uppá og þetta var það sem menn höfðu úr að moða og moðuðu alls ekki nógu vel úr því. 
Siggi setti hann úr víti sem við fengum þegar brotið var á Fannari í teignum og var staðan 0 – 1 í hálfleik. Þeir jöfnuðu svo í byrjun síðari hálfleiks þegar þeir fengu frítt skot fyrir utan teig eftir að við höfðum skalla hornspyrnu þeirra í burtu.
Við tökum með okkur eitt stig úr Vogunum en skiljum eftir tvö töpuð. Við erum enn taplausir og því tókst þeim ekki sitt markmið að verða fyrsta liðið til að leggja okkur að velli. Næst fáum við KB í heimsókn og er sá leikur á föstudag. Næsta æfing er hins vegar á morgun kl. 19:30, sjáumst hressir þar.

~ af Magnús Böðvarsson á 30 júní, 2009.

4 svör to “Þróttur V – Álftanes 1 – 1”

 1. Ekki fannst mér það háloftabolti hjá Þrótturum öll þau skipti sem þeir spiluðu sig í gegnum vörnina okkar.

  Mér finnst hins vegar skrítið hvernig menn geta skrifað eitthvað um þennan leik því mér fannst allir, þá á ég við bæði lið, keppast að því að rífast sem messt. Trúi því ekki að leikmaður né einhver af bekknum hafi í raun séð leikinn.

 2. hver er Toggi??? hvað meinaru?? bíddu nú við hvenar var spilað í gegnum vörnina hjá okkur?? trúi því ekki að leikmaður né einhver á bekknum hafi í raun og veru séð leikinn,, what???? Strákar mínir ekki nógu gott í dag, en við eigum fullt inni, og þetta lið er alveg ágætt, við höfðum bara átt að stíga upp og klára dæmið í kvöld, en það er leikur aftur á föstudag og ég er alveg viss um að við klárum dæmið þá….. 🙂 Áfram Álftanes!!!!!!! Toggi minn komdu fram í fullu nafni og útskýrðu mál þitt….

 3. Þetta var ekki nógu góður leikur, en það er sterkt að vera ennþá taplausir. Erum að standa okkur betur heldur en í fyrra og það verður nú að teljast gott því þá erum við að bæta okkur.

  En þessi Toggi er helvíti hress..hehehe, Skil eiginlega ekki hvað hann er að tala um í þessu kommenti: trúi því ekki að leikmaður né einhver af bekknum hafi í raun séð leikinn?
  Get samt lofað þér því Toggi minn(hver sem þú ert) að það gerðist aldrei í þessum leik að Þróttarar spiluðu sig í gegnum vörnina, þeir „spila“ ekki fótbolta. Þeir sparka fram og svo á einhver leikmaður að flikka boltanum inn fyrir á framherjana þeirra…
  Að mínu mati þá er það dómarinn sem heldur leikjum niðri hvað röfl varðar, hann var bara ekki hæfur þessi dómari að mínu mati.. Get talið nokkur atriði upp þar sem hann dæmdi fáranlega, en bæði lið fengu að kenna á honum.
  Dómarar verða að geta stjórnað svona leikjum og það gat þessi dómari ekki…
  Áfram Álftanes!!!

 4. Sælir Pungar !!!

  Við skulum bara ræða þennan leik á æfingu í kvöld 🙂

  Mér finnst það ekki „töff“ að ræða svona mál hér !!!!!! Við vitum best sjálfir hvað gekk ekki upp í gær og vinnum í því á næstu dögum sem ein liðsheild.

  Enda erum við One Big Happy Family hér á Álftanesi og munum án efa klára okkar markmið sem við höfum lagt upp með … sama hvað tautar og raular hjá öðrum !!!!

  Kv… Gamli ……….sem sá ALLT af bekknum í gær ….. 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: