Augnablik – Álftanes 2 – 4

Fyrsta markmiði sumarsins landað, á toppnum eftir 5 leiki.

Fyrsta markmiði sumarsins landað, á toppnum eftir 5 leiki.

Á þriðjudag kláraðist fyrsta umferðin af þremur í B riðlinum og okkar fyrsta markmið fyrir sumarið var að vera á toppnum í riðlinum eftir þessa fyrstu umferð. Við mættum frískum Augnabliksmönnum og úr varð nokkuð fjörugur leikur.

Siggi Baldurs hleður í skotið ógurlega

Siggi Baldurs hleður í skotið ógurlega

Að vísu byrjaði hann ekki fjörlega og höfðu vallaraðstæður þar nokkuð að segja. Völlurinn var mjög laus í sér og varð það til þess að menn voru lengi, já eiginlega bara allan hálfleikinn að átta sig á þessu. Menn voru á hausnum út um allan völl og áttu þess vegna erfitt með móttöku og sendingar. Kannski lítið að segja um fyrri hálfleikinn nema hvað hann var með því lélegasta sem við höfum sýnt í sumar og kannski var það útaf hvernig völlurinn var (gott að hafa einhverja afsökun).

Svenni fagnar marki nr. 13 í leik nr. 101

Svenni fagnar marki nr. 13 í leik nr. 101

Í síðari hálfleik ætluðum við aldeilis að gefa í og koma okkur inn í leikinn. Það var því eins og köld vatnsgusa framan í okkur þegar staðan var orðin 2 – 0 fyrir Augnabliki eftir 60 mínútur. En þá var eins og vekjaraklukkan í hausnum á okkur færi í gang og ballið byrjaði.
Eftir að ég hafði á síðustu dögum skotið nokkrum föstum skotum á Hauk Þorsteins yfir CM statistik hans í gegnum tíðina þá svaraði hann fyrir sig með marki, gott skot fyrir utan teig, neðst í vinstra hornið, óverjandi. Svona á að svara fyrir sig og ekkert væl.
Sex mínútum eftir það þá var komið að markahæsta leikmanni riðilsins og í þetta skiptið ákvað hann að setja eitt sirkusmark, skaut í varnarmann, boltinn fór upp í loftið, lenti í slánni og þaðan fór hann í stöngina og inn. Skondið en gullfallegt mark hjá Jóni Brynjari.

Jón Brynjar t.v. og Haukur Þ. t.h. settu hann báðir í leiknum.

Jón Brynjar t.v. og Haukur Þ. t.h. settu hann báðir í leiknum.

Talandi um CM statistic þá var Svenni að spila sinn 101 leik á ferlinum í meistaraflokki. Hann ákvað að bæta líka einu marki í safnið og setti hann boltann í netið eftir að hafa fengið hann í teignum eftir þunga sókn okkar. Þetta var 14 markið sem hann skorar í þessum 101 leik. Við komnir yfir og allt í blóma.
En sýningin var ekki búin. Siggi Baldurs, sem átti flottan leik á vinstri kantinum ákvað að setja punktinn yfir i-ið í lokinn með marki af dýarari gerðinni. Hann lagði hann á hægri löpp út á vinstri kantinum og smurði boltann upp í samskeytin fjær, frábært mark og sigurinn var í höfn.
Það verður að segjast eins og er að aðeins flott lið sýnir svona mikinn karakter, að koma til baka eftir að hafa lent 2 – 0 undir. Frábært hjá ykkur strákar. En við verðum að draga smá lærdóm af þessu og koma tilbúnir í næsta leik, ekki bara spila vel síðasta hálftímann. Næst er erfiður útileikur gegn Þrótti Vogum. Ef við komum ekki tilbúnir í þann leik getur farið illa, en ég veit að þið munið mæta eins og grenjandi fjallageitur í þann leik.

Að lokum vill ég óska Daníeli til hamingju með fyrsta meistaraflokksleikinn sinn, þessi strákur er í 3. flokki og á mikla framtíð fyrir sér eins og allir strákarnir í þeim flokki. Þið eruð flottur hópur sem á örugglega eftir að láta mikið að sér kveða á næstu árum í meistaralfokknum okkar. Haldið allir áfram á sömu braut, framtíðin er björt.

Eins og þið vitið þá er ég á Shellmótinu út í eyjum og er hér að fylgja 6. flokknum. Það er í einu orði sagt frábært að fylgjast með þessum strákum og árangurinn er flottur á þessum fyrsta keppnisdegi.
Siggi Bryn ætlar að stjórna æfingunum fyrir mig í dag, fimmtudag kl. 19:30, og á morgun föstudag kl. 18:00. Við sjáumst svo á æfingu á sunnudag kl. 16:00, hressir.

Keep up the good work
Þjálfi í eyjum

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 25 júní, 2009.

10 svör to “Augnablik – Álftanes 2 – 4”

 1. Góð umfjöllun..
  Áfram álftanes 😉

 2. sammála Fannari, geðveik umfjöllun!!! æfing í kvöld YES, Áfram Álftanes 😉

 3. STRÁKAR!! ÞAÐ ÞARF AÐ TAKA MÖRKIN AF VELLINUM( SEMSAGT AF ÖLLU GRASINU) EFTIR ÆFINGU Í KVÖLD(FIMMTUDAG) ÞVÍ ÞAÐ Á AÐ SLÁ SNEMMA Í FYRRAMÁLIÐ!!
  STEBBI VAR AÐ HRINGJA OG BIÐJA UM ÞETTA!!
  Sé ykkur á morgun!

 4. Ég kem ekki í kvöld á æfingu, er veikur og er að reyna að jafna mig fyrir morgundaginn því að þá er 2.flokks leikur í Bikarnum á móti FH. Það er búin að vera slöpp mæting hjá mér hjá meistaraflokknum núna síðastliðna viku en það er einungis útaf miklu álagi hjá 2.flokk og leikjum og æfingum með þeim. Ég verð svo kominn aftur á fullt með ykkur eftir föstudaginn 😉

 5. Btw, geggjaður sigur á Augnablik 😉 Erum komnir þar sem að við eigum heima í þessum riðli!

 6. klassa karakter strákar, en þetta var mark nr. 14, það verður að hafa svona hluti á hreinu

 7. Vel gert strákar..að koma til baka og vinna með tveimur mörkum…Til hamingju svenni með 14 markið. Vel gert strákar.

  P.S. Ég held en í vonina um að ná að verða orðinn góður fyrir lok ágúst!

  Go álftanes

 8. glæsilegur sigur strákar…. 🙂 nú erum við komnir í markastuð aftur, enginn spurning… stöndum þétt saman, snúum bökum saman…. hehehehe…

 9. komst því miður ekki i dag, þurfti að vinna … hefði verið til í sólríka æfingu!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: